Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 35
mastur seglarúllur Segl dynaskipsins vefjast upp á rúllur inni í möstrunum þcgar þau eru tekin saman, en vírar á ránum draga þau út aftur. Brjóstvitið og léleg ioftvog Skipstjórar seglskipa hér á ár- um áður höfðu ekkert annað að styðjast við í sambandi við veður- spár en brjóstvitið eitt og lélega loftvog. Nú geta skipstjórar fengið það miklar og góðar upplýsingar um veður, að þeir geta ekki aðeins forðast logn eða mótvind heldur geta þeir hagað ferðum sínum þannig, að þeir fái hagstætt leiði. Gert er ráð fyrir að hið 17000 dwt dynaskip hafi 1500 hestafla hjálparvél, sem gæfi því 8 sjó- mílna hraða í logni. Ætlast er til að vélin verði einkum notuð til að forða skipinu frá landi í álands- vindi, við siglingu á þröngum leiðum, í höfnum svo og í logni. Gömlu seglskipin voru mjög illa sett við svona aðstæður, t.d. var ekki annað að gera í álandsvindi en halda sig eins langt frá landinu og kostur var. Skonnorta með bermúdasegli í Bandaríkjunum fer áhugi á seglskipum til flutninga vaxandi. Þar í landi hafa menn helst áhuga á 4500 dwt skonnortu með Ber- múda langsegli. Meginmunur er á hugmyndum Þjóðverja og VÍKINGUR Bandaríkjamanna um reiðann. Dynaskipið er þversiglt fjögurra til 6 mastra, en Bandaríkjamenn hugsa sér fjögurra mastra skonn- ortu aðeins með Bermúda lang- seglum á tvöföldum möstrum. Þessi tvöföldu möstur eru eins og stórt A í laginu þar sem þverstrik- ið vantar. Helstu kostir tvöfaldra mastra eru, að ekki þarf vanta eða stög til að styðja þau og þau taka ekki vind frá seglum. Þegar lang- segl er á venjulegu einföldu mastri og siglt er nærri vindi, veldur mastrið iðuköstum og dregur þannig úr virkni seglsins. Á þess- um tvöföldu möstrum er forjaðar seglsins festur á vírstag sem liggur frá dekki og upp þangað sem mastursleggirnir koma saman. Svona vírstag ætti ekki að taka vind frá seglinu svo neinu nemi. Hugmyndin er að seglin verði tekin saman með þeim hætti að staginu sé snúið og vefjist þá segl- ið upp á það. Einn maður gæti þá með hægu móti tekið öll seglin. saman eða rifað þau með fjarstýr- ingu úr brú. Áætlað er að þetta ameríska skip hafi 750 hestafla hjálparvél, sem myndi nýtast því á sama hátt og dynaskipinu. Woodward skýrslan Fyrir nokkrum árum var gerð í Bandaríkjunum könnun fyrir verslunarflotann á því hvort hag- kvæmt væri að gera út seglskip til flutninga. Skýrsla um hana kom út árið 1975 og er kennd við höf- und hennar, John B. Woodward að nafni. í könnuninni var borin saman útgerð seglskips og vélskips af stærðunum 15000, 30000 og 45000 tonn dwt. Gert var ráð fyrir að skipin yrðu í förum á eftirfar- andi leiðum: New York — Liver- pool, 6200 sjóm.; Baltimore — Monrovia, 8200 sjóm.; Cape

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.