Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 50
 Júlí Ágúst September Október H e i l d a r - afli á árinu 1966 40 476 30 385 931 1965 0 0 0 152 152 1964 166 36 0 0 202 1963 0 0 0 0 0 1962 0 0 0 0 0 1961 0 32 0 0 35 1960 0 0 130 18 148 1959 0 0 0 0 0 1958 0 0 0 0 0 Tafla 1: Smokkfiskafli í lestum á árabilinu 1958—1966 strendur. Ef tekst að komast upp á lagið með að veiða hann í troll ætti þetta að vera auðvelt, jafnvel að ná birgðum til tveggja ára í góðum smokkárum. Slíkt hefur aldrei tekist með handfæraaðferðinni. Að lokum skal gripið nær orð- rétt ofan í skýrslu undirritaðs um þessar tilraunir: Vestfirðir hafa alla tíð verið helstu smokkfisk- veiðisvæðin. Þar kemur því lík- lega mesta magn af honum saman á einn stað. Þar inni á fjörðum getur verið töluvert magn af srnokki, sem stendur misjafnlega lengi við, er óstöðugt og hleypur mjög til, jafnvel inn á innstu firði, þar sem illa verður við komið togveiðarfærum. Því er vafasamt, að nokkru sinni verði gert út á smokkfisk hér við land í þess orðs eiginlegu merkingu. Sé gæsin hins vegar gripin þegar hún gefst (eins og færabátarnir gera) mætti vænta árangurs en þar ættu vestfirsku skuttogararnir að geta átt leik á borði. Þeir eiga svo að segja dag- lega leið um þessar slóðir, og eru allir með veiðarfæri um borð, sem að gagni virðast mega koma. Sé stærð lóðninganna sem sáust í Isafjarðardjúpi fyrripart dags þann 6. okt. (mynd 3) borin saman við lóðningar sem gáfu þriggja tonna afla (mynd 4) má ætla, að úr þeim lóðningum hefðu fengist a.m.k. 30 tonn með venjulegu flotfiskitrolli. Ekki virðist því óeðlilegt að einhverjir aðilar, t.d. skuttogarar sem búnir eru flot- vörpu eða minni skip, sem þá þyrfti að útbúa sérstaklega, fengju leyfi til þess að reyna fyrir sér í þessum efnum næsta haust, ef smokkur kemur í firðina. Haf- rannsóknarstofnunin á að stuðla að og hvetja til slíkra tilrauna. Leiðréttingar í grein Benedikts Alfonssonar, Betra fyrirkomulag á stjórnpalli, í síðasta tölublaði Víkings urðu slæm mistök í prófarkalestri og umbroti: 1. Efst á bls. 24 í miðdálki hefst efnisgrein sem í heild á að vera svo: „Hin fullkomnu stjórn- og siglingatæki síðari ára hafa leitt til fækkunar manna í brú. Sem dæmi má taka að árið 1960 voru á stór- um farþegaskipum oftast 5 menn í brú á siglingu, þ.e. 2 stýrimenn, 2 hásetar og vikadrengur. Þegar lagt var frá bryggju voru þeir 8. Á skipum af sömu stærð voru árið 1970 aðeins 2 menn í brú á sigl- ingu, stýrimaður og háseti, 3 er lagt var að bryggju." 2. Á sömu síðu rétt fyrir neðan miðjan hægri dálk hefur fallið niður efnisgrein. Á eftir máls- greininni: ! þessum þrem brúm var fyrirkomulag tækja og bún- aðar á þennan veg, átti að koma efnisgreinin: „— Fremst í brúnni út í stjórn- borðs- og bakborðshlið eru sams konar púlt, sem hafa að geyma talsamband, stýri, stjórntæki, vél- ar og hliðarskrúfu. Með tækjum í þessu púlti geturskipstjórinn farið að og' frá bryggju án þess að hreyfa sig úr stað.“ 3. Undir teikningu efst á bls. 25 er ofaukið setningunni: Ef bæði á að vera hægt að sitja eða standa. Víkingur biður höfund og les- endur afsökunar á þessum mis- tökum. STÝRIMENN — FARMENN Hér meö er því beint til þeirra stýrimanna meö far- mannaréttindi, sem ekki eru í starfi en hafa áhuga á að komast í stýrimannsstarf á farskipum, aö þeir hafi samband við skrifstofu Stýrimannafélags ís- lands og láti skrá sig þar. STÝRIMANNAFÉLAG ÍSLANDS Borgartúni 18. Sími: 29933. 50 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.