Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Page 51
Sigurvin Hannibalsson: Þangflutningar á Breiðafiröi Reikult er rótlaust þangið rekst það um víðan sjá straumar og votir vindar velkja því til og frá. J.S. l i ,'SBS mr* P* § ayp mi 9ljL1 éi. »Is r Undanfarin nokkur ár hef ég unnið við þangflutninga á Breiðafirði, og þar sem ég hef þráfaldlega orðið var við það hjá fólki sem ég hef hitt og mælt máli, að það hefur mikinn áhuga á því hvernig þessi starfsemi fer fram, datt mér í hug að lesendur Sjó- mannablaðsins Víkings hefðu gaman af því að fræðast um þessa nýju og sérstæðu atvinnugrein okkar. Mig langar því til að reyna að lýsa henni í stórum dráttum. Eins og alþjóð er kunnugt hófst starfsemin hér á Reykhólum í nú- verandi mynd sumarið 1975. Að vísu hafði tilraunavinnsla hafist nokkrum sumrum fyrr. Ýmsir byrjunarörðugleikar háðu starf- seminni í fyrstu, aðallega vegna skorts á heitu vatni og erfiðleika við öflun þangs, en nú virðist hafa tekist að ráða bót á þessum erfið- leikum að mestu. Það sem við köllum þangver- tíðina hefst á vorin þegar ísa leysir af fjörum og veður fara að verða skapleg til útivinnu. Oftast mun það vera seinnipart apríl en getur orðið fyrr og einnig síðar eða í maí, eins og í fyrra; þá var óvenju mikill ísavetur hér um slóðir. Fyrstu flutningarnir hefjast oft- ast á því að tekinn er um borð í Karlseyna, flutningaskipið okkar, allur sá búnaður sem verksmiðjan lætur þangskurðarflokknum í té. Hann er oftast legufæri, léttbátur og netpokar, nætur, orf o.fl. Síðan fær hver flokkur leigðan einn sláttupramma eða „fjörulalla“, eins og sumir nefna þá. Þegar svo Þangpoki hífður um borð í Karlsey. Höfundur stjórnar krananum. VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.