Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 63
„Sérhönnuð olíuborskip” Finnar koma til með að verða í harðri samkeppni við ýmsar þjóðir þegar olíuborun færist á norðlægari slóðir. Finnar hafa meiri reynslu en flestir aðrir í sambandi við smíði skipa sem notuð eru á ísi þöktum siglinga- leiðum. Finnska skipasmíðastöðin RAUMA REPOLA OY hefur gert samning við Sovétríkin um smíði 3ja olíuborunarskipa. Skip- in verða sérstaklega hönnuð fyrir borun eftir olíu norðan 70. breiddargráðu en það þýðir m.a. Barentshaf. Borunarskipin eru hin fyrstu sinnar tegundar sem hægt væri að setja í sérhóp skipa, þ.e. „ísflokk“. Samningurinn við Sovétríkin hljóðar upp á 900 milljónir finnskra marka. Skipin eiga að afhendast á næstu þrem árum. Hönnun skipanna er byggð á þei reynslu sem aflast hefur með notkun á hollenska borskipinu Pelican. Þó er rétt að benda á það, að þessi olíuborunarskip eru um margt frábrugðin þeim 17 bor- unarskipum sem eru í notkun í dag. Þessi skip sem Finnar hafa nú hafið smiði á, hafa ýmiskonar sérbúnað vegna þessa hlutverks síns að bora eftir olíu norðan 70. breiddargráðu. Má þar benda á, að þau eiga að geta komist auð- veldlega áfram í ishrafli og þau koma til með að geta borað niður á svipað dýpi og venjulegir bor- pallar í dag. Hámarkshraði verður 13 hnútar, og er reiknað með að hægt sé að flytja skipið á mjög skömmum tima frá .borunarstað, sem er nauðsynlegt á svo norð- lægum hafsvæðum. Þessi samningur Finna við Sovétríkin er byggður á fyrri samningum þessara aðilja, en áður hafa Finnar byggt 14 svo- kölluð pólar-olíuflutningaskip, skip sem eru sérhönnuð til flutn- inga á olíu á norðlægum slóðum þar sem bæði er um hafís og ísingarhættu að ræða, auk þ'ess sem þar er allra veðra von. Kemur reynsla Finna af ísi þöktum sigl- ingaleiðum á Helsingjaflóa þeim að góðum notum í samkeppninni um smíði skipa til notkunar á norðlægum hafsvæðum. Finnar eiga þó í samkeppni við Japani, Kóreumenn og Brasilíumenn á þessum markaði. En auk þess að smíða fyrir Sovétríkin hafa þeir smíðað ýmiskonar íshafsskip fyrir Norðmenn og Argentínumenn, svo eitthvað sé nefnt. VÍKINGUR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.