Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 11
örygg^búrmði til skipa. Má í því sambandi benda á, að enginn söluskattur er nú greiddur af fiskumbúðum, kjötpokum, fóðurmjöli, heyi svo og öðru dýrafóðri. C. Um leið og þingið fagnar komu hinnar nýju þyrlu Landhelgisgæslunnar bendir það á og mótmælir harðlega þeim fráleitu vinnubrögðum fjárveitingarvalds að skera stórlega niður rekstrarfé til starfssemi Landhelgisgæsl- unnar á sama tíma og efling hennar er þjóðarnauðsyn. 12. þing Sjómannasambandsins minnir á það mikla öryggi, sem skip Landhelgisgæslunn- ar veita sæfarendum við ís- landsstrendur og íbúum ein- angraðra byggða og sjó- mönnum á fjarlægðum mið- um. Það er krafa þingsins að Landhelgisgæslan verði efld. Þá bendir þingið á nauðsyn E. þess, að Alþingi endurskoði 203. grein siglingalaga um björgunarlaun til samræmis við nútímann. D. Þingið bendir á nauðsyn betri og fullkomnari læknisþjón- ustu fyrir sjómenn en nú er. Enda þótt heilbrigðisreglu- gerð mæli svo fyrir, að með heilsufari sjómanna skuli fylgst, er í flestum tilfellum, við ráðningu sjómanns, í engu eftir þessari reglugerð farið. Dánar- og slysatrygging sjómanna tekur hækkunum á 6 mánaða fresti samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra, samkvæmt lögum nr. 25, frá 1977, en þar segir svo: „Nú verður breyting á vikukaupi í almennri verkamannavinnu og skal ráðherra þá innan 6 mánaða breyta upphæðum bóta samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum þessum“. Þingið gerir þá kröfu á stjórnvöld að breyta lögum þessum þannig, að trygging- arfjárhæðir hækki stórlega og taki breytingum samfara breytingum á frantfærslu- vísitölu 1. janúar og 1. júlí. Þingið gerir þá kröfu til stjórnvalda, um að breyta lögum um bótagreiðslur við örorku- eða dauðaslys sjó- rnanna á þann veg, að bóta- greiðslur greiðist í samræmi við þá tryggingarfjárhæð er gildir á greiðsludegi. Þingið fagnar þeirri reglu- gerð sem út er komin varð- andi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í skipum, og skorar á Siglingamálastofnun ríkis- ins að fylgja henni nú þegar fast eftir. Þingið áminnir enn einu sinni skipstjórnarmenn um að brjóta ekki þann öryggis- hlekk, sem íslenskum sjó- mönnum er búinn með til- kynningarskyldunni, og hvet- ur þá til að stuðla að því, að hvimleiðum tilkynningum í Ályktun 12. þings Sjómannasambands Islands Varðandi erindi Alþingis um frumvarp um olíugjald 12. þing Sjómannasam- bands Islands ítrekar fyrri af- stöðu sjómannasamtakanna um að þann vanda, sem hækkun olíuverðs skapar út- gerðinni í landinu beri að leysa með sameiginlegu átaki landsmanna allra, en ekki að velta honum yfir á sjóntenn eina, svo sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um breyt- ingará lögum um tímabundið olíugjald, sem liggur fyrir Al- þingi. Þingið telur að Alþingi eigi að mæta þessurn vanda m.a. með því að fella niður þau innflutningsgjöld sem nú eru á olíuvörum og leggur áherslu á að við næstu ákvörðun fisk- verðs, verði þessi mál komin í það horf sem sjómenn geti við unað. Með hliðsjón af framan- sögðu leggur 12. þing S.S.Í. til að umrætt frumvarp verði fellt. F. G. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.