Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 12
útvarpi um kæruleysi skip- stjórnarmanna linni. Ella verði sektarákvæðum beitt við ítrekuð brot. H. Þingið skorar á útgerðar- menn íslenskra skipa að hefj- ast nú þegar hánda í sam- vinnu við sjómannasamtökin urn fræðslu fyrir sjómenn hvað viðkemur öryggistækja- búnaði um borð, svo og not- kun þeirra. í þessu sambandi verði þeim aðilum er að öryggis- málum sjómanna standa, veitt verulegt fjármagn af ríkis- valdi til framleiðslu á mynd- snældum til fræðslu fyrir sjó- menn um öryggismál. Jafnframt að felld verði niður öll aðflutningsgjöld af myndsegulböndum til not- kunar um borð í íslenskum skipum. I. Þingið hvetur Siglinga- málastofnun ríkisins, Slysa- varnafélag íslands og Sjó- slysanefnd til að vinna að frekari athugun á björgunar- neti Markúsar B. Þorgeirs- sonar. .1. Þingið minnir aðildarfélög sín á að benda sjómönnum á eigin ábyrgð á því. að fram- fylgja öllum lögum um ör- yggisráðstafanir og öryggis- búnað um borð í íslenskum skipum. Ástþór Jónsson sjómadur í Eyjum: LengríM eða kerlingamar ogkrakkarnir meö um borö „Það er vægast sagt undarlegt að sjómenn, sem strita sennilega helmingi meira en allir aðrir og eru auk þess langtímum fjarri heimil- um sínum, skuli ekki búa við betri kjör. Annaðhvort verðum við að fá kerlingamar og krakkana með okkur um borð eða fá lengri frí til heimaveru, sem byggðist á því að laun okkar væru betri á meðan við værum á sjónum“, sagði Ástþór Jónsson, sjómaður frá Vest- mannaeyjum og jafnframt yngsti þingfulltrúinn, í viðtali við Víking. „Þetta er ekki mannsæmandi líf, 30 tíma löndunarstopp fyrir togarasjómenn er alltof stutt, maður er alltaf eins og ókunnugur þegar maður kemur í heimahöfn.“ Ástþór byrgaði 16 ára á sjó, fyrst á fiskitrolli og svo á almennum veiðum smærri Eyjabáta, uns for- vitnin leiddi hann á togara og hefur hann verið á Vestmannaey í tvö ár, eða þartil fyrir sex mánuð- um að hann réði sig á ferjuna Herjólf. „Ég gerði þetta til að slappa aðeins af og geta verið nteira heima, en annars kalla ég þetta enga sjómennsku í saman- H „Eðlilegra að starfandi sjónicnn kæmu sjálfir á þingið að ráða rnáluin sínum, enda dómbærastir á hagsmunamál sín.“ burði við fiskiríið, það vantar alla spennuna, þótt mér líði annars vel á Herjólfi. Ég ákvað að hætta á bátnum og fara á togara m.a. til að geta alltaf gengið að mínum sex tíma hvíld- artíma þar. En svo þegar á hólm- inn var komið, spurði maður sig ekki um hvort maður ætti heldur að fara í koju eða standa áfram ef 30 til 40 tonn voru í mótttökunni og rótfiskirí, — maður stóð áfram. Það er ekkert spursmál um borð í togurunum hvort koma eigi fisk- inum sem bestum í lestarnar eða að fara í koju. Þrátt fyrir öll lög velja áhafnirnar þegjandi fyrri kostinn. Þrátt fyrir allt er ég ekki á leið- inni í land, nema eftilvill til að skreppa í Vélskólann, en að því loknu aftur á fiskirí. Ég tek Vél- skólann framyfir Stýrimannaskól- ann, því ef ég vil eða þarf að fara í land á miðjum starfaldri, nýtist sú menntun mér í landi. Það er eins og þessi sjómennska festist í manni ef maður fer einusinni á sjó. Þar sem þetta er fyrsta þing, sem Ástþór situr, spyrjum við hann hvemig honum lítist á þinghaldið og hvort það sé í samræmi við það, sem hann bjóst við. „Það sem vakti fyrst furðu mína var hversu margir þingfulltrúar VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.