Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 15
skýringu á því, að menn hugsa oft um að fara í land þegar þeir eru til sjós, en fari þeir í land, fer þá að langa aftur á sjóinn. þetta er bakt- ería, sem enginn virðist hafa mót- efni við, sagði Jón Hjaltason, full- trúi Sjómannafélags Eyfirðinga á Sjómannasambandsþingi að lok- um. „Við skilum lífsstarfinu á mun skemmri tíma en aðrir og þurfuni því lægri eftir- launaaldur." Rúnar Grímsson, ' r togarasjómadur á Isafirði: Það dofnar hreinlega yfir öllu í bænum og síðast varð atvinnu- leysi, sem er mjög fátítt á ísafirði, a.m.k. í mörg undanfarin ár. Út- gerðarmenn nota þessa daga líka gjarnan til að láta lagfæra skipin. ef þess er þörf svo það berst líka minna af skrapfiski en ella væri. Ekki dugir þó að leggja togurnun- um alveg þessa daga, því þá yrði svo gífurleg röskun á högum sjó- manna og landverkafólks. Hvert er þá álit þitt á stýringu landana, líkt og loðnulöndun er stýrt? „Ég tel það út í hött. Það gengi í berhögg við fyrirkomulag fría sjó- manna, sem miðast við heima- höfn. Það eykur olíueyðsluna að Þorsklöndunarstýring er alveg út í hött „Veiðin eykst ár frá ári og eftir þvi sem maður heyrir frá sjómönn- um úr öllum áttum, ætti að vera óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Aukinn afli er einmitt forsenda þess að menn fáist í þessa vinnu til frambúðar, með auknum afla og engu öðru, gefur þetta ágætis tekjur og möguleika á að taka sér frí frá stritinu, annars myndi enginn stunda þetta. Ég er núna 36 vikur á sjó og vinn þá 12 tíma á dag alla daga vikunnar og að auki almenna frídaga land- verkafólks í miðri viku. Við skulum ekki heldur gleyma því að bara helgarfrídagar landverkafólks eru 104 dagar á ári, fyrir utan hátíðis- daga“tsagði Rúnar Grímsson frá ísafirði, skipverji á Guðbjarti IS, í viðtali við Víking. Frá 15 ára aldri er hann uppal- inn sem sjómaður á vestfirskum bátum, eins og reyndar kjarninn í VÍKINGUR togarasjómannastéttinni vestra. Hann hefur verið á Guðbjarti síð- an 1974 og erekki á leiðinni í land: „Þetta er ágætt á meðan maður er ungur og hraustur“, segir hann. Nú eru vestfirskir togarasjó- menn oft öfundaðir af nálægð sinni við gjöful fiskimið, einkum þorskamið, verðið þið sjálfir varir við þetta? „Já, þetta kemur sannarlega víða fram, sjómenn úr öðrum landshlutum telja sig þurfa að sækja lengra en við. En í því sam- bandi vil ég benda á að skrapið sækjum við yfirleitt á fjarlæg mið, t.d. suður fyrir land og eiga sunn- antogararnir þá örstutt á miðin, gagnstætt okkur. Og svo er hreint ekki alltaf vaðandi þorskur fyrir vestan. Fyrst þú minnist á skrap væri fróðlegt að heyra hvort þau tímabil breyti eftilvill öllum bæjarbrag á ísafirði. vera að flengjast með full skip af fiski út um allan sjó og eykur stórlega á frátafir frá veiðurn. Rýrir semsagt tekjur sjómanna og útgerðar. Nú er sjómannaféag ísfirðinga eitt af fáuni hreinum sjómanna- félögum landsins og væri fróðlegt að heyra álit þitt á því fyrir, komu- iagi. „Okkur virðist tvímælalaust betra að sjómenn ráði sjálfir sín- um málum. Okkar sjónarmið komast ómenguð fram, engin ut- anaðkomandi getur fellt eða breytt okkar einlæga vilja í hverju máli“. Sjómannafélag ísfirðinga er eitt stærsta sjómannafélag innan Sjómannasambandsins og vegna óánægju félagsins með viðbrögð Sambandsins í verkföllunum í fyrra, sagði félagið sig úr sam- bandinu. Formgallar voru á þeirri afsögn og því sendi félagið fulltrúa á þingið nú. „Það veltur á þinginu 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.