Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 21
í kjölfar útfærslu kanadísku fiskveiðilögsögunnar og þeirrar uppbyggingar botnfiskstofnanna, sem nú stendur yfir, áætla Kanadamenn að árið 1989 muni afli þeirra af þorski, ýsu og karfa verða sem hér segir: Það virðist því vera óhætt að gera ráð fyrir mjög harðandi sam- keppni við Kanadamenn á bandarískum fiskmörkuðum og raunar víðar á komandi árum. 2. Forsaga kanadískar fiskveiðistjómunar Kanadamenn hafa um langa hríð gert sér grein fyrir eðlislægu vandamáli óheftra fiskveiða. Fiskihagfræði nútímans á nánast upptök sín í Kanada (sbr, H.S. Gordon 1954 og A. Scott 1955). VÍKINGUR Saga fiskverndunar og aflatak- markana á sér einnig langa sögu í Kanada. Veiðar á Kyrrahafslax- inum hafa sætt margvíslegum takmörkunum og skilyrðúm frá því á 19 öld, og sérstök nefnd hef- ur skipulagt veiðar á Kyrrahafslúð- unni síðan 1923. Markmið þessara eldri stjórnunaraðgerða var öðru fremur það, að veiðarnar næðu hámarksafla til frambúðar eða hámarksjafnstöðuafla (maximum sustainable yield). í þessu skyni voru veiðarnar takmarkaðar við heildaraflakvóta, sem miðaðist við hámarksafkastagetu þessara fiskistofna. Þar sem þessar að- gerðir leiddu til umtalsverðar aflaaukningar og tryggðu viðgang lúðu- og laxastofnanna í Kyrra- hafinu var lengi litið á þær sem fyrirmynd um fiskveiðistjórnun. Hins vegar kom í ljós, þegar farið var að kanna málið (sbr. Crutchti- eld og Zellner 1962), að hagkvæmi eða þjóðhagsleg arðsemi þessara fiskveiða jókst lítið sem ekkert þrátt fyrir aflaaukninguna. Ástæðan var í stuttu máli sú, að viðleitni útgerðaraðila til að ná í sinn hlut sem stærstum hluta heildaraflakvótans leiddi í kjölfar hverrar aflaaukningar til nýrra fjárfestinga í stærri, og öflugri veiðitækjum uns allar viðbótar- tekjur voru uppurnar. Til dæmis um afleiðingar þessara stjómunar- aðgerða má geta þess, að Kyrra- hafslúðuvertíðin, sem áður stóð yfir mestallt árið, er nú einungis um þriggja vikna löng. Á þessum skamma tíma tekst hinum hrað- skreiða og mikilvirka lúðuveiði- flota nú að fylla aflakvótann, sem er þó mun stærri, en áður var. Það sem eftir er ársins liggur þessi floti síðan, að mestu, bundinn við bryggju, verkefnalaus. Ekki er laust við í þessu sambandi að hug- urinn hvarfli að hliðstæðum þró- unareinkennum íslenska þorsk- og loðnuveiðiflotans um þessar mundir. í ljósi þessa dapurlega árangurs fól ríkisstjórn Kanada, árið 1957, hagfræðingnum S. Sinclair að rannsaka og gera tillögur um hag- kvæma skipan lax- og lúðuveiða undan vesturströnd Kanada. Markar þessi nefndarskipun straumhvörf í sögu kanadískrar fiskveiðistjórnunar. Sinclair skilaði áliti sínu 1960. Höfuðatriðin í tillögum hansvoru, sem hér segir: a) Núverandi útgerðaraðilum yrði fengin veiðileyfi til 5 ára gegn hæfilegu gjaldi. b) Frekari fjárfestingar yrðu bannaðar. c) Að afloknu 5 ára aðlögunar- skeiði yrðu veiðileyfi tak- mörkuð við þann fjölda fiski- skipa, sem hagkvæmastur 21 Tafla 2 Áætlaður bolnfiskafli Kanadamanna 1985 ( þús. tonna) Áætlaður afli Aukning m.v. 1985 1978 Þorskur: 590 193,7% Ýsa: 19 —55,8% Karfi: 136 86,3% Hcimild: Mackenzie, 1979.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.