Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Síða 28
Frá sýningarsvæði Scania Vabis. Nor-Fishing vinnu þar sem þeir eru mjög meðfærilegir og þola þeir flestar sýrur og basa auk þess flestar oliur og náttúruleg efni. Þessir búning- ar eru ekki ennþá skyldaðir um borð í fiskiskipum en reikna má með því í nánustu framtíð. Verð á hverjum búning í dag er ca 2000 nkr., sem er ódýr líftrygging. Vélar fyrir báta og skip Ýmsar vélar voru til sýnis frá mismunandi framleiðendum en norskar vélar eru mjög þekktar á íslandi og má þar nefna fyrirtæki eins og Wichman A/S og Normo (Bergens Mekaniske Verksteder). Wichman þarf vart að kynna fyrir íslendingum en vélar frá þessu merki hafa verið í notkun á Is- landi um árabil með ágætum árangri. Talsmaður Wichman A/ S tjáði mér að samkeppnin hefði farið harðnandi hin síðari ár bæði innlendis og erlendis. Um mark- aðinn í Noregi sagði hann m.a. að það hefði verið mjög ánægjulegt fyrir Wichman A/S að fá sölu- samning við ríkið um sölu 4 véla í hin nýju strandferðaskip norð- manna. En sala til fiskiskipa hefði farið minnkandi eins og á íslandi þar sem nú væru nýsmíðuð og eða endurnýjuð færri fiskiskip en fyrir t.d. 5—-6 árum síðan. Þetta hefði haft töluvert fyrir Wichman A/S að segja þar sem þeirra markaður hefði verið mestur meðal fiski- skipa. Hins vegar væru Wichman A/S komnir með verksmiðju og þjónustu í N-Ameríku sem þeir bindu miklar vonir við. Einnig hefur sala til sérhæfðra skipa aukist m.a. vegna aukinnar olíu- vinnslu í Norðursjó þar sem fjöldi hjálparskipa eykst stöðugt. Einnig hefur sala til sjóhersins og sala til ferjufélaga aukist. Því hefur þró- unin verið sú að vélar sem voru sérstaklega hannaðar fyrir fiski- skip þ.e. er fyrir mikið og óreglu- legt álag hafa í auknu mæli verið seldar í skip sem gegna öðrum hlutverkum. Annars var tals- maður Wichman A/S bjartsýnn um markaðinn á íslandi því hann benti á að vélar þessar væru það útbreiddar á íslandi og vel þekkt- ar að það yrði alltaf markaður fyrir Wichman vélar svo lengi sem dieselvélar væru notaðar. Scania Vabis A/S sem reyndar er sænskt fyrirtæki auglýstu tölu- vert á Nor-Fishing undir heitinu „Hagkvæmnismiðstöð“. Tals- maður fyrirtækisins tjáði mér að VÍKINGUR 28

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.