Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 34
í brúnni á stórn gámaskipi. Til að öll þau tækni, sem eru í svona brú, nýtist að fullu, þarf skipstjómarmaðurinn að þekkja lögmálið scm tækið byggir á, möguleika þess og tak- mörk. lítil. Það skiptir miklu að okkur takist að byggja upp sjómannahá- skólann í Tönsberg fljótt vel. Við teljum að leggja eigi niður 2 stýrimannsnámið í núverandi mynd, og höfum þegar lagt það til við fylkisskólastjórnina. Þetta telj- um við skipta máli fyrir framtíð sjómannaháskólans. Vélskólinn fylgir sömu stefnu. Menntun skipstjóra verður óbreytt enn um sinn, en við bíðum ákvörðunar ráðuneytisins í því máli. að nemendur eru ábyrgir fyrir námsafköstum sínum og sú skylda hvílir á þeim, að þeir skipuleggi sjálfir sitt nám. Einstöku verkefni má leysa einstaklingsbundið en önnur eru hópverkefni. Námið miðar að því að auka hæfni nemendans til gagnrýninn- ar og kerfisbundinnar hugsunar. Áhersla er lögð á að gera nem- endur vel hæfa til að taka við ný- ungum í framtíðarstarfi sínu. Til að gefa nemendum nokkurt valfrelsi í náminu eru valgreinar í boði á öllum námsönnum. Mikil vinna er nú lögð í undir- búning námsframboða í valgrein- um. En sem beturfer hefurNorges Rederforbund og Skibsfartens Arbeidsgiverforening, ásamt nokkrum útgerðarmönnum boðið fram krafta sína. Stein Strandli undervisningsin- spektör vinnur að námsframboð- um í „Transportökonomil og tran- sportteknikk". Útgerðirnar Wilh. Wilhelmsen og Leif Höegh taka þátt í því verkefni. Johnny Eilers fyrrum skipstjóri og nú aðjunkt undirbýr náms- framboð í valgreininni „Transport av flytende gasser“. í þessum verkefni hefur hann náið samband við ýmsar stofnanir svo sem t Arbeidsforskningsinstituttene, „System for Sikkert Skip“ og Norges Skipsforskningsinstitutt. Útgerðarmenn gasskipa taka virk- « an þátt í þessari vinnu. Skipstjóranámsárið á að veita skipstjórum nauðsynlega þekk- ingu í lögræði, hagfræði, stjóm- tækni og áætlanagerð. Það er mikið og krefjandi verkefni að út- búa námsgögn fyrir svona fjöl- breytt nám. Það er nauðsynlegt fyrir kennara skólans að vinna með öðrum stofnunum og satök- um. Undirbúningur fyrir þessa Útgerðarmenn taka virkan þátt í undirbúningsstarfinu. En hversvegna gerum við nú aðrar menntunarkröfur til sjó- manna en áður? Helsta ástæðan er að mínum dómi sú að norsku kaupskipin verða er fram líða stundir öll mjög tæknivædd. Það hefur í för með sér, að auknar kröfur verða gerðar um að yfirmenn og aðrir skipverj- ar séu ekki bara duglegir sjómenn heldur hafi líka til að bera mikla tækniþekkingu og tæknilega inn- sýn. Þetta er aðalástæðan fyrir því að við færum menntun sjómanna á háskólastig. úppbygging námsins er þannig Þetta er svo kallaður LNG carrier þ.e. skip, er flytur fljótandi jarðgas. Þessi farmur er mjög hættulegur og verður að flylgja mjög ströngum öryggisreglum, ef ekki á illa að fara. Ein af valgreinum við norska sjómannaháskólann er „Transport av flytende gasser“. 34 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.