Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 35
Þama hefureitthvað farið úrskeiðis. Þetta er stefni og skutur tankskipsins Sansincna, en sprenging varð í skipinu er það lá í San Pedro, Californiu árið 1976. Skipstjórnarmenn axla mikla ábyrgð og mikil verðmæti eru í húfi, ef eitthvað útaf ber. Það skiptir miklu að vel sé staðið að menntun þeirra. námsbraut er þegar kominn vel af stað. Áhersla lögð á gott samband við atvinnuvegina I háskólakerfinu höfum við tekið þá afstöðu að hafa gott sam- band við atvinnuvegina, með það í huga að menntun sú sem yfirmenn fá sé eins vel í takt við tímann og mögulegt er. í þessu samhengi þarf að gefa eftirmenntuninni sér- stakan gaum. VÍKINGUR Hlutverk sjómannháskólans er að mennta vélstjóra, stýrimenn og rafeinda- og stýritækna. Þetta þýðir að við verðum að hafa á boðstólum í háskólanum, nám sem hingað til hefur verið að fá í tveim skólum, nefnilega vélskóla Tönsbergs og stýrimannaskóla Tönsberg. Stjórnun og innri stýr- ing sjómannaháskólans verður hið bráðasta að liggja ljós fyrir, svo hægt sé að taka málin föstum tök- um. Það er of seinvirkt að vinna með tveim nemendaráðum, tveim kennararáðum og tveim skóla- nefndum. Við þessar aðstæður verða skólarnir tveir að taka frumkvæðið af fylkisskólastjórn- inni. Að lokum þetta. Við erum nú að leggja út á nýja braut í háskóla- námi. Markmiðið er ekki bara að mennta menn í stöður um borð heldur að gefa þeim færi á að fá stöður við hæfi í landi eftir að hafa siglt sem yfirmenn í nokkur ár. Hér á ég við stöður hjá útgerðar- félögum, siglingamálastofnun, Det norske Veritas, hafnarstjórn- um og í skólakerfinu. Það er von mín að hin nýja skipan í menntun sjómanna muni verða til þess að auka sókn í störf á kaupskipaflotanum. Þannig fórust Svein Kaasa orð. Athyglisvert er hve útgerðarmenn taka mikinn þátt í undirbún- ingi,enda eiga þeir hvað mest í húfi að vel takist til. Ljóst er að minnkandi aðsókn er í störf um borð í skipunum og vonir um breytingu til hins betra eru bundnar nýja kerfinu. * tinni mt Tommi: — Það sagði maður við mig, að ég væri mjög líkur þér. Jenni: — Og hvað sagðir þú? Tommi: Ekki neitt. Hann var miklu stærri og sterkari en ég. ★ — Hæ, hvernig gekk þér með þessa, sem þú húkkaðir í gær- kvöldi? spurði Gunsi Jón kunn- ingja sinn. — Það gekk alveg prýðlega, sagði hinn hrifinn. — Hún bauð mér upp í íbúð sína til að hitta systur sínar. Og hvað þessi stúlka var kurteis! Hún kallaði mömmu sína aldrei annað en maddömuna! 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.