Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Page 40
Skyldi hann vera við, það væri nú ekki amalegt að setja í hann núna í þessari himinblíðu. Hann sló úr pípunni við þóft- una og stakk henni undir röng. Það yrði ekki meira reykt í bili, annars reykti hann ekki mikið á sjó, helst ekkert meðan hann hafði úti. Hann tók önglana og beitti. Stakk önglinum vel í gegn, upp- fyrir agnhaldið, sporðbeitu á annan hnakkastykki á hinn, hann hafði alltaf mesta trú á hnakka- stykkinu. Það kom fyrir að hann tók byssu með sér á sjóinn og skaut svartfugl, risti hann á bakið tók út innýflin og notaði í beitu. Það var góð beita, er tolldi vel á. Slængi var hún kölluð. Hann fleygði önglunum hvor- um fyrir sig út fyrir, greip sökkuna og henti henni í sjóinn. Sakkan sveif fyrst eins og í boga og fylgdi hann henni eftir með augunum þar sem hún klauf sjóinn. Sjórinn var tær, taumarnir streyttust upp á við, en svo hvarf allt í hin myrku djúp sjókindanna og aðeins mjór strengurinn var nú eina sam- bandið milli þess vitaða og þess dulda. Hann tók botnmálið, hagræddi færinu í vaðbeygjuna og byrjaði að keipa. Hann varð fljótt var og dró færið upp með snerpu hins óþreytta manns. Það var fiskur á öðrum önglinum, hann sneri öngulinn úr fiskinum með ákveðnum fumlausum handtök- um, blóðgaði fiskinn og henti honum í framstíuna. Fallegur fiskur, hvítur og vel feitur, úttroð- inn af síli. Upp úr hádeginu áætlaði Leifi að hann væri búinn að fá á þriðja hundrað pund af vænum fiski, allt málfiskur. Nú hafði hann uppi og tók sér hvíldar- og matarhlé. Tók fötu, fyllti hana af sjó og skvetti yfir fiskinn í stíunni, hann fór illa á því að þorna svona í sól- inni. Hann strauk sér um ennið, skárri var það nú hitinn. Stundum kveikti hann á prímusnum og sauð sér ýsukóð og lifur, það var herramannsmatur soðið upp úr sjó. Það var einmitt í svona veðri sem það var hægt. En nú hafði hann enga ýsuna fengið og nú var það heitt að hann var feginn kalda kjötinu. Hann settist á miðþóftuna og tók til snæðings. Smokraði brús- anum upp úr sokknum, skrúfaði lokið af og hellti kolsvörtu kaffinu í það. Það rauk úr því, það var snarp- heitt ennþá. Stýfði kjötið úr hnefa og drakk kaffið með. Er hann hafði matast fékk hann sér í pípu og það kom værð yfir hann. Það var ekkert á við þetta, þetta var lífið, hann einn og sjálf- um sér nógur, ekki upp á neinn kominn. En ef á því yrði breyting Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. Sauðárkróki. Sími 95-5450 Kaupum allan fisk og fiskúrgang til bræðslu LÝSI& MJÖL hf. v/Hvaleyrarbraut Hafnarfirði Sími: 50697 — 50797 — 50437 40 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.