Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Qupperneq 43
andi og ekki víst hvað þeir entust. Stundum var færið eins og lárétt í sjónum og mikil átök, en hann brá því á hnýfilinn og tókst að halda því. Nú hlaut að fara að líða að því að eitthvað færi að örla á skepn- unni. En hann gerði sér fulla grein fyrir því að það örðugasta yrði, er kæmi að því að innbyrða hana. Ef þetta skyldi reynast hákarl, sem hann var orðinn vantrúaður á, þá myndi hann bara hengja hann aftan í og keyra með hann svo lengi sem færið héldi. Honum var ekkert sárt um að missa hákarl, en ef þetta væri lúða þá skipti öðru máli. Lúða var einhver sá virð- ingarmesti dráttur, er úr sjó fékkst. Og sá er kom með stórlúðu að landi skapaði umræðuefni manna á meðal lengi á eftir. Allt í einu slaknaði svo á færinu að það var eins og endinn væri laus, ekki einu sinni sakka á hon- um. Var nú skepnan farin af, jæja það varð þá að hafa það. Hann næði allavega færinu. En hvað var þetta, það brá fyrir dökkum skugga á svona fimmtán faðma dýpi. Hann rýndi niður í sjóinn. Þama fékkst úr því skorið, þetta var stórlúða, sú stærsta sem hann hafði nokkurntímann séð, og hafði hann þó séð margar vænar. Hún synti upp á fleygiferð. Hann dró inn slakann eins hratt og hann gat. Ef hún sneri sér við, styngi sér niður aftur og hefði slaka til þess, þá myndi hann ekki halda henni. Var hún ekki að reyna að vinna slaka? Það var hennar eina lífsvon ef hún ætti að geta rifið sig lausa. Nú var það vandamálið með ífæruna. Hann hafði gogg, en hann gagnaði lítið. Hann yrði að hafa eitthvað sterkara í hönd- unum svo hann gæti haldið henni á meðan hann veitti henni bana- stunguna. Þá datt honum skyndilega í hug VÍKINGUR að þarna frammi í skápnum hjá honum var lítið akkeri með fjór- um krækjum og kaðalspotta við- festan, ef hann gæti smeygt einni krækjunni undir tálkn á lúðunni og keyrt hana að borðstokknum og sett fast, þá hefði hann mögu- leika. Þetta flaug gegnum huga hans á andartaki, enda lítill tími til vangaveltna, lúðan var að koma upp á yfirborðið. í fyrstu hélt hann að hún myndi koma upp hinumegin við bát- inn, það væri nú verra því ekki mætti slakna á taum. Hann yrði að láta hana halda ferðinni. Hann tvíefldist og tók á af öllum kröft- um. Blóð streymdi í stríðum straumum úr höndum hans, litaði borðstokkinn og færið, en hann skeytti því engu, virtist ekki finna sársaukann og tókst að ná lúðunni sín megin. Hann vissi að hún tæki við- bragð um leið og hún ræki haus- inn uppúr. Hann yrði að geta krækt í hana í fyrstu tilraun, kraftar hans voru á þrotum, kannske löngu búnir, vissi það eitt að þetta voru fjörbrot hans og lúðunnar. Um leið og lúðan rak hausinn uppúr, þá togaði hann í tauminn af öllum kröftum með vinstri hendinni, greip akkerið með þeirri hægri, renndi sér útfyrir borð- stokkinn eins langt og hann þorði án þess að missa jafnvægið. Honum tókst það. Hann náði að húkka undir tálknið. Hann sleppti taumnum og greip báðum höndum um akkerið. Keyrði lúð- una eins langt uppúr eins og hann gat og setti fast. Viðbrögðin voru æðisgengin. Hún hreinlega þurrkaði sig uppúr sjónum, þessi mikli skrokkur og honum datt ekki annað í hug en hún færi með stykki úr borðstokknum og tæki þóftuna með. BÆJAR- ÚTGERÐ REYKJAVÍKUR Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Sími: 24345 (5 línur) Símnefni: BÚR Telex: 2019 Útgerð: Bv. Bjami Benediktsson RE210 Bv. Ingólfur Amarson RE201 Bv. Snorri Sturluson RE219 Bv. Hjörleifur RE211 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.