Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Síða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Síða 52
kreik upp í sjó og sér fyrir eðlilegri endurnýjun. Stundum bregður svo við, að rauðátan fer á kreik á veturna, gagnstætt því sem að framan er sagt. Síldarsjómenn kannast flestir við að einstaka sinnum á vetrar- eða haustsíldveiðum er síldin allt í einu orðin full af rauð- átu þegar engin rauðáta á að vera fyrir hendi lengur. Þá verður upp fótúr og fit, því eins og menn vita éta magasýrur síldarinnar sig þá gegnum kviðinn sé umtalsvert mang af átu í maga þegar síldin hefur verið drepin. Aflinn fer þar með allur í graut og verður ósölt- unarhæfur. Slík vetrarblómstrun rauðátunnar er sjaldgæf og oftast takmörkuð við lítil sváeði. Ekki er hægt að skýra þetta til fullnustu, en hér mun vera um að ræða ein- hverskonar „þýðubletti" sem myndast í sjónum svipað og stundum gerist á landi, þegar sól- eyjar blómstra á góu eins og kom- ið hefur fyrir. Ljósátan Ljósátan er sviflægt krabbadýr á stærð við litlar rækjur og svipar reyndar mjög til þeirra í fljótu bragði séð. Tegundafjöldi þeirra er miklu minni en rauðátunnar þótt einstaklingsfjöldinn geti verið gífurlegur. Aðeins fjórar tegundir eiga raunveruleg heimkynni í ís- lenzkum sjó, en þær nefnast nátt- lampi, augnsíli, agga og ögn. Þrátt fyrir vel greinanlega stærð verða sjómenn oftast tiltölulega lítið varir við ljósátuna. Þetta er ein- kennileg staðreynd sé haft í huga, að magn hennar tekur langt fram öllum fiskistofnum. Sem áður ber mest á henni í mögum fiska og þá ekki síður í skíðishvölum. Stund- um kemur þó slæðingur ljósátu upp í trolli innan um fisk og annað sjávarfang og því meira eftir því sem varpan er þéttriðnari. Margir sjómenn halda þá að hér sé um rækju að ræða af ofangreindum 52 Ein stærsta og algengasta tegund rauðátu hér við land. Dýrið stækkað uni sjö sinn- um. Örin á að benda á örðu í líki rauðát- unnar í náttúrulegri stærð, þ.e.mm. ástæðum. Ef að er gáð, er munur- inn þó augljós og einfaldast að huga að höfðubolstrjónunni en rækjan hefur þar mikið og tennt spjót en ljósátan aðeins óveruleg- an stubb. Ljósátan er ekki ljós á lit eins og menn gætu haldið af nafninu heldur rauðleit eins og rækjan. Nafnið er enda ekki dregið af litnum heldur ljósi því sem þessi dýr geta gefið frá sér. Hliðar ljós- átunnar eru alsettar ljósfrumum. Ef rótað er í ljósátuhaug, sem ný- kominn er á dekk, lýsist allt upp af gulgrænum glæðum, ef myrkt er. Ljósmagnið er sagt svo mikið, að nægilegt sé að hafa sex dýr í glasi til þess að lesa stórar fyrirsagnir í dagblaði í svarta myrkri. Enda þótt talað sé um ljósátuna sem svifdýr er hún töluvert sund- dýr. Náttlampinn sem er stærstur (oft rúmlega 3—4 sm að heildar- lengd) og kraftmestur íslensku Ijósátanna og getur synt um 100 m á klukkustund. Flestir sjómenn kannast við ljósáturyk á dýptar- mælum sem kemur því betur í ljós sem senditíðni mælanna er hærri. Á daginn heldur ljósátan sig títt niður undir botni á grunnsævi og getur farið allt niður undir 200 m dýpi á úthafi. Þegar tekur að skyggja grynnkar hún á sér og rykbandið á dýptarmælunum sést oft stíga tiltölulega mjög hratt. Ástæður fyrir þessu ferðalagi upp og niður í sjónum eftir tíma sóla- hrings eða birtu kunna að vera margar, en fæðuleit mun valda þar miklu um. Slíkar lóðréttar göngur eru annars mjög algengt fyrirbæri hjá mörgum íbúum hafsins, sér- staklega svifdýrum. Eins og áður var getið er ljósáta aðalfæða skíðishvala. Einkar góð skilyrði virðast vera fyrir ljósát- una á landgrunnsbrúnunum SV og V af landinu þar sem hlýsjórinn að sunnan skríður upp hlíðar landgrunnsins og flytur með sér næringarefni úr djúpsjónum, þannig að gróðurinn í sjónum nær að dafna vel. Á áðurnefndum svæðum eru og okkar helstu hvalamið. Ljósátan heldur sig mikið í hnapp eða hópum, og auðveldar það hvölunum að ná sér í munnfylli. Hnúfubakurinn notar sérstæða og snilldarlega aðferð við að afla sér ljósátu til matar. Hval- urinn kafar niður fyrir ljósátu- torfu, syndir í hringi, og gefur frá sér straum loftbóla um leið og hann stígur upp á við, þannig að einskonar loftbólunót myndast. Ljósátan hrekkur undan loftbólu- veggnum og dregst í þéttan hnapp upp undir yfirborði, sem hvalur- inn steypir sér síðan á neðan frá með galopinn kjaftinn. í Suðurhöf- um þar sem voru og eru mestu hvalaslóðir veraldar er að finna mjög stóra ljósátutegund sem er aðal fæða skíðishvalana þar. Teg- und þessi verður allt að 7 sm á lengd eða á stærð við rækju. Á er- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.