Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1980, Side 62
— Ég skal gera þér sanngjamt til- boð, sagði stjórnandinn við fiðlu- leikarann. — Ég skal brjóta á mér annan fótinn ef þú vilt brjóta fiðl- una þína. ★ Föðurbróðir minn var handtekinn í stórverslun. Hann gekk í gegnum alla verslunina og kreisti dúkku og hún sagði „Mamma“. Svo kleip hann aðra dúkku og hún kallaði „lögregla“ ★ Maður kom hlaupandi að far- miðasölunni. — Þessi lest, másaði hann. — Ef ég hleyp get ég þá náð henni? Ég skal segja þér lagsi, sagði miðasalinn. — Ef þú hleypur, get- urðu farið fram úr henni. ★ Þau stóðu og kysstust og kysst- ust og kysstust á brautaarstöðinni. Loksins losaði stúlkan sig úr faðmi mannsins og hljóp snöktandi að lestinni. Öldruð kona, sem fylgst hafið með þessu, gekk til grátandi stúlkunnar til að hugga hana. — Svona, svona, sagði sú gamla, ég skil þetta. Þú grætur sáran af því þú verður að yfirgefa manninn þinn. — N-ei, skældi sú unga. — Það er af því, að nú verð ég að fara til hans aftur. Kona kom í lyfjabúð og bað um meðal til, að útrýma lúsum úr höfði. Hún fékk venjulegt meðal. Daginn eftir kom hún aftur og sagði meðalið vita gagnlaust lýsn- ar væru aldrei sprækari en nú. Lyfsalinn horfði fyrst á hana þegjandi, fór svo inn í næsta her- bergi og kom með tvíhleypta haglabyssu. „Þú verður þá að reyna þessa.“ Tveir menn komu út úr hóru- húsi, og annar þeirra sagði: — Ég fer aldrei þangað aftur, það er of dýrt. Einn dollar fyrir þumlung- inn! Þetta kostaði mig ellefu doll- ara! Þú átt að hafa það einsog ég, sagði' hinn náuginn, — bíða þang- að til hann kemur út og mæla hann svo ... þetta kostaði mi ekki nema $1.50. 62 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.