Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 8
Sævar Svavarsson, franikvæmdastjöri heldur hér á línubala sem Norm-x er nýlega farinn að framleiða og bút sem sýnir frauðplastið inn í framleiðsluvörum fyrirtækisins. Fyrir aftan hann er síló en bráðlega verður hafin framleiðsla á laxeldisköruin hjá Norm-x. verið framleidd með sérstöku loki og vélsmiðjan hannað búnað sem settur er á lyftara svo hægt er að hvolfa saltfiski úr kari á lokið með lyftara, sbr. mynd. Körin hafa einnig verið notuð í frystihúsum, til geymslu á fiski í móttöku og reynst mjög vel. Eins og allir vita sem reynslu hafa af stálkörum, þarf að halda þeim við og mála árlega en með notkun plastkaranna sparast sá kostnaður. Hjá Norm-x er hafin fram- leiðsla á línubölum úr plasti og hefur þeim verið vel tekið af út- gerðarmönnum. Balarnir eru úr efni sem þolir sama högg við 40° frost og stofuhita en það er þver- bundið POLYETHY LENE (XL), sama efni og flestar framleiðslu- vörur fyrirtækisins. Kostir plasts- ins umfram járnið eru líka aug- ljósir hvað varðar hávaða og þrif og mun þægilegra er fyrir útgerð- armenn að skipta við innlendan framleiðanda en járnbalarnir hafa ekki verið framleiddir innanlands. Léttir vinnu sjómannsins Þeir Guðmundur Þormóðsson, stjórnarformaður Norm-x og Sævar Svavarsson forstöðumaður beggja fyrirtækjanna, voru staddir í básnum á Iðnsýningunni og voru ósparir að kynna framleiðslu sína. í básnum voru körin góðu, en þau eru framleidd í þrem stærðum, 440, 750 og 1000 lítra. Einnig síló sem fyrirtækið framleiðir og rot- þró, auk ýmissa tegunda íláta sem hentug eru fyrir landbúnað og fiskvinnslu. Sævar Svavarsson stundaði sjó- inn þar til fyrir tólf árum og er því öllum hlutum kunnugur í sjávar- útvegi. Honum hefur lengi verið það kappsmál að vinna að hag- ræðingu á vinnu sjómannsins um borð, við frágang á afla í lest eða eins og hann segir: „Uppi í brú er allt orðið tölvuvætt en niðri í lest hefur nær engin þróun átt sér stað. 8 Þar eru vinnuaðstæður enn mjög erfiðar." Til að auðvelda þessa vinnu og jafnframt að vanda meðferð aflans, eins og svo mikið er rætt um núna, er verið að hanna gámaflutningskerfi um borð í fiskiskipum og hafa fyrirtæki Sævars unnið að því í samráði við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Við kerfið eru körin frá Norm-x notuð, en þar sem þau eru of þung til að hægt sé að lyfta þeim með handafli, ætla þeir að smíða nokkurs konar lyftukerfi í lestarn- ar þar sem körin eru færð til með lyftum og leika á brautum. Vél- smiðjan Normi er að hefja smíðar á fyrsta kerfinu um þessar mundir. Það kerfi er miðað við m/s Júpi- ter, en sérstakur hópur tækni- manna, undir stjórn Paul Hansen, véltæknifræðings hefur séð um hönnun kerfisins. Nánar er sagt fra því annars staðar í blaðinu. Að sögn þeirra félaga, skapast ýmsir möguleikar með notkun karanna um borð í fiskiskipum. T.d. er möguleiki að flokka í þau strax þann fisk sem senda á fersk- an á erlendan markað og þarf þá ekki að handfjatla hann neitt, frá því hann er settur í körin þar til hann kemur á markaðinn. Þegar er hafinn útflutningur á ferskum fiski á þennan hátt. Körunum er þá raðað inn í gáma og þeir settir í flugvél eða flutningaskip. Fyrirtækið Sæplast hf. hefur framleitt svipuð kör og Norm-x og selt þau til Færeyja fyrir um þrjár milljónir. Nú er verið að sameina það fyrirtæki Norm-x og er ætl- unin að gera átak í útflutningi til fleiri landa. Hjá fyrirtækjunum vinna nú 20—25 manns. Þau eru staðsett í verksmiðjuhverfinu í Garðabæ, að Lyngási 8, sími 53822. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.