Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 14
Skipaviögerðir hf., Vestmannaeyjum: Dr auma-fj ölskyldub átur Á útisvæðinu var bátur frá Skipaviðgerðum hf. í Vestmanna- eyjum, en árið 1982 festi fyrirtækið kaup á mótum og framleiðslurétt- indum á hinum vinsælu trefja- plastbátum af fyrirtækinu Mótun hf. í Hafnarfirði. Báturinn sem sýndur var er minnsta gerðin af þremur sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu, um sex metra langur, 2.48 m að breidd, 0.97 m að dýpt, 2,52 tonn brúttó lestir. Skipaviðgerðir hf. var stofnað árið 1958 og hefur starfað við ný- byggingar og viðhald skipa siðan þá. Fyrirtækið hefur slipp fyrir 150 tonna báta, í samvinnu við Skipasmíðastöð Vestmannaeyja og hefur mikið unnið við smíði innréttinga í skip. Framleiðsla á trefjaplastbát- unum hófst í nýju húsnæði fyrir- tækisins, við Friðarhöfn í Vest- mannaeyjum, í apríl 1982, undir framleiðsluheitinu S.V.-bátar, og er framleiðslan undir eftirliti Sigl- ingamálastofnunar ríkisins. 20 manns vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn Kristjáns Eggertssonar, framkvæmdastjóra er hægt að fá bátana á hvaða framleiðslustigi sem erog tekur um einn mánuð að fá þá hálfsmíðaða en tvo mánuði fullsmíðaða. Algengt er að kaup- endur sjái sjálfir um kaup á vélum og siglingatækjum en hægt er að fá bátinn fullbúinn tækjum og kostar hann þá um 500 þúsund. Full- smíðaður bátur án vélar og sigl- ingatækja kostar hins vegar um 200 þúsund. Auk bátsins sem var á sýning- unni eru framleiddir tveir stærri bátar hjá Skipaviðgerðum. Þeir henta báðir vel sem fiskibátar og eru margreyndir við landið við hin erfiðustu skilyrði. Annar er um 4 og hálft tonn brúttó og hentar vel til línu, handfæra og netaveiða. Hann er 7.49 m að lengd, 2.48 að breidd og 1.28 m að dýpt. Að sögn Kristjáns er hann a.m.k. þrisvar sinnum fljótari í förum en venju- legur trillubátur. Hin tegundin er hinn svokallaði Færeyingur sem aflað hefur sér mikilla vinsælda meðal sportveiðimanna og trillu- karla. Bátarnir eru allir með Gelcoat áferð að utan og slípaðir og mál- aðir með Topcoat, sem er mjög sterk slithúð sem þægilegt er að þrífa. Guðbjörgin sem lil sýnis var á sýningunni, er rnjög hentugur fjölskyldubátur sem og fiskibátur, þar sem tekist hefur að sameina rúmgóðar vistarverur og stórt vinnusvæði aftan við stýrishús. Fyrirtækið er til húsa við Frið- arhöfn í Vestmannaeyjum, sími 98—1821. Guðbjörg E.Ve 310, er minnsta gerðin frá S.V. bátum. Slíkir bátar eru upplagðir til fiskveiða fyrir fjölskylduna eða skemmtisiglinga. 14 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.