Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 21
Gámaflutníngskerfí um borð í fiskiskipum: Bylting í vinnu í lest — sameinar vinnuhagræðingu og bætta meðferð aflans í nokkur ár hefur verið unnið að hönnun gániaflutningskerfis um borð í fiskiskipum á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í samvinnu við Iðntæknistofnun íslands og Norma hf. Kerfið miðast við plastker sem framleidd eru af Norm-x hf. Ker þessi hafa ýmsa kosti fram yfir fiskkassana sem notaðir hafa verið hingað til, þar sem fiskurinn geymist betur í þeim, helst lengur ísaður. Einnig er mikill kostur við kerin að hægt verður að flokka fiskinn eftir teg- undum og jafnvel stærðum og dagmerkja þau. Fiskur sem ætlaður er á ferskfiskmarkað fer þá í kerin um borð og er síðan sendur í sama keri á markaðinn. Kerin eru sett í gáma sem sendir eru nieð flugvél eða flutningaskipum til útlanda. Vandinn við kerin er hins vegar sá að þau er erfitt að færa til með handafli, þess vegna hafa fyrrgreindir aðilar reynt að finna upp flutningskerfi með vélarafli. Tilkoma kerfisins léttir starf sjómannsins í lestinni til mikilla niuna, en lítið hefur verið gert til þess hingað til, þó tölvuvæðing í brúnni hafi orðið eins hraðskreið og menn vita. Nú er Vélsmiðjan Normi að smíða flutningskerfi sem hannað er fyrir m/s Júpiter en eigandi hans hefur ákveðið að taka kerfið upp í sínu skipi. Um aðdraganda að hönnun þessa kerfis segir svo í skýrslu frá Norma h/f: Stórstígar framfarir hafa átt sér stað undanfarin ár í tækjum og búnaði margháttuðum um borð í fiskveiðiflota landsmanna. Nefna má tölvuskjár sem sýna staðsetn- ingu veiðarfæra í sjó sem dæmi. Tiltölulega litlar breytingar hafa hins vegar orðið á vinnutil- högun í fiskilestum veiðiskipa. í byrjun áttunda áratugsins hófst að vísu notkun fiskikassa og mun svo komið að fiskikassar eru notaðir um borð í flestum togur- um hérlendis. Hægar hefur gengið að innleiða notkun fiskikassa í minni skip og vertíðarbáta. Notk- un fiskikassa hefur haft í för með sér að betri fisk er landað nú en áður m.a. vegna þess að fiskur í kössum verður mun minna fyrir hnjaski en stíufiskur. Notkun VÍKINGUR fiskikassa hefur á hinn bóginn ekki aukið verulega geymsluþol ferskfisks né heldur minnkað vinnu um borð í veiðiskipunum. Fiskkassarnir hafa oft reynst of litlir fyrir óhausaðan vertíðarfisk, þeir eru of þungir til þess að auð- velt sé að flytja þá til fulla af ís og fiski (ca. 70 kg) en of litlir til þess að hagkvæmt hafi þótt að koma upp sjálfvirku flutningakerfi fyrir kassana. Af framantöldum ástæðum hófst á síðari hluta áttunda ára- tugsins samstarf fyrir forgöngu Rannsóknastofnunar fiskiðnarins milli stofnunarinnar, Iðntækni- stofnunar íslands og aðstandenda Norma h.f. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins hafði þá um nokkurt skeið unnið að tilraunum með geymslu á síld og bolfiski í málmgámum. Normi h.f. annaðist viðgerðir á þessum málmgámum. Fyrir tilstuðlan þessara aðila var hannaður og smíðaður 750 lítra plastgámur NorrrnTc750, sem unnt er að nota bæði sem sjókæligám og til ísunar á síld og bolfiski. Flutnin(>skcrfi verður að vera til staðar til að lyfta kerjuiiuin upp fyrir lúgukarminn og því næst að láta þau síga niður í lestina þar sem annað flutningskerfi væri til staðar til að flytja kerið á sinn stað í lestinni. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.