Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 25
kerin framleidd í 750 1 og 1000 1 stærðum. Eru það 750 1 kerin sem talið er að komi helst til greina til notkunar um borð í skipum. Grunnstærðir 750 1 kersins eru þær sömu og hins svokallaða „evrópubrettis" þ.e. 120x100 cm og passa þau fyrir flutningstæki svo sem lyftara, vörubílspalla o.fl. Það flylgja því ýmsir kostir að nota þessa stærð. Ekki þarf að hafa sérbúin tæki til flutninga í landi og hægt er að nota þessa gerð af kerjum á sem flestum stöðum í sjálfri vinnslunni í stað þess að þurfa að hafa aðra tegund kerja þar. Þó skal ekki um það fullyrt hvort þessi stærð sé sú heppileg- asta með tilliti til geymslu l'isks í þeim eða til notkunar um borð í fiskiskipum. Samkvæmt reglugerð skal hillubil í fiskistíum ekki vera meira en 60 cm. Þess vegna væri æskilegt að dýpt kerjanna væri ekki meiri en 50—60 cm og væri þá hæfilegt að þau rúmuðu 500—600 lítra, miðað við sömu grunnmál. Einnig væri æskilegt að hægt væri að loka kerjunum auð- veldlega með einangruðum lok- um. Gæði ísfisks sem geymdur er í plastkerjum Ekki hefur verið gerð nein end- anleg úttekt á þessu máli en þar sem þessi aðferð hefur verið reynd sýnist mönnum að gæði fersk- fisksins hafi batnað, miðað við fisk sem geymdur var í fiskistíum. En þetta getur aðeins orðið ef nægi- lega vel er ísað í kerið og ísnum er dreift vel um það. Auk þess verður að gæta þess, að ekki sé of mikið farg á fiskinum, þ.e. að ekki sé staflað of hált og að fiskurinn liggi vel í kerinu. Ef gætt er að þessum atriðum ætti að vera hægt að ná bestu hugsanlegum gæðum. Lýsing á notkun plastkerja um borð i m/b Gunnjóni frá Garði Vorið 1982 var hleypt af stokk- Verið er að hefja smíðar á gámaflutningskerfi um borð í in/s Júpiter RE-161, samkvæmt könnun starfshópsins sein frá er sagt í greininni. Kerfið er sniíðað í Norma hf. unum nýju fiskiskipi, hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, m/b Gunnjóni. Lestin í skipinu er þannig útbúin að auðvelt er að koma fyrir 750 1 plastkerjum í miðju lestarinnaren úti í síðunum eru hefðbundnar stíur. Mest er hægt að koma u.þ.b. 85 kerjum í tveimur hæðum í lestina. Frá því að m/b Gunnjón hóf veiðar vorið ’82 hefur hann verið gerður út á línu en s.l. haust stundaði hann síldveiðar. Fyrirkomulagið um borð er þannig að eftir jivott fer fiskurinn niður um lestarlúguna og eftir rennu þangað sem hann á að fara. Þar er fiskinum safnað saman í eitt ker og upp úr því er fiskurinn flokkaður eftir tegund og hugsanlega eftir stærð í önnur ker, sem honum er raðað í og ís- aður. Engin ísvél er um borð í skipinu og er ísinn geymdur í kerjum í lestinni og mokað upp úr þeim í kerin sem verið er að ísa fisk í. ísinn er settur þannig í kerin, að ekki eru sett tóm ker ofan á fremstu kerin er standa á gólfinu. Eru þau ker því næst fyllt og tóm- um kerjum raðað ofan á sem eru fyllt næst á eftir. Er þá hægt að raða í neðri kerin næst fyrir aftan og í ker sem sett eru ofan á þau þegar þau hafa verið fyllt. Gengur þetta síðan koll af kolli og er hægt að fylla öll kerin á þennan hátt. Ker sem fyllt hafa verið með ís í upphafi veiðiferðar eru dreifð um lestina, þannig að ekki þarf að flytja þau á milli í lestinni þegar hún er að fyllast. Þegar landa á kerjunum í lok veiðiferðar, er til þess sérstakt hífibeisli sem smeygt er í grip sem eru neðst á hliðum kerjanna og eru kerin, sem eru beint undir lestarlúgu, fyrst hífð upp og hin kerin síðan dregin undir lúguna með handlyftu. Nokkur vinna er við notkun kerjanna svo sem röðun fisksins í kerin ef fiskurinn er ísaður í þau, en erfitt er að koma við vinnu- hagræðingu við fyllingu kerjanna. VÍKINGUR 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.