Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 35
Rússar skutu niður urn mánaðamót ágúst, september sl. og samþykkt að fulltrúar kæmu á framfæri álykt- unum sinna félaga, við utanríkisráðuneyti hvers lands fyrir sig. Boða á til aukafundar í október og ræða samræm- ingu á réttindum og skyldum skipstjórnarmanna sem sigla á stríðssvæðum. Hingað til hefur verið greidd áhættuþóknun við slíkar aðstæður en nú vilja útgerð- armenn hætta því og hækka slysa- og líftryggingar. Ekki fer fulltrúi frá Stýrimannafélaginu á þennan fund. Næsti fundur samtakanna verður haldinn í Hels- ingfors í mars á næsta ári. Orlofshús öldunnar tvö, í Brekkuskógi nálægt Laugarvatni, verða til leigu í haust og vetur. Orlofshús leigö í vetur A A Orlofshús Öldunnar í Brekkuskógi, verða til leigu í vetur og er félagsmönnum bent á að þangað getur verið gott að fara yfir helgar eða í lengri tíma, ekki síður í haust og vetur en í sumar. Brekkuskógur er um 17 km austan við Laugarvatn og standa bústaðirnir tveir, í fögru umhverfi og eru að sjálfsögðu búnir öllum nauðsynlegum tækjum. Svefnpláss er fyrir fjölda manns í hverjum bústað, bæði í svefnherbergj- um og á svefnlofti. Þeir sem áhuga hafa á veru í bústöðunum, hafi samband við skrifstofuna, Borgartúni 18, sími 29933. 90 ára afmæli 7. október Eins og frá hefur verið greint í blaðinu, verður Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, 90 ára 7. október nk. Þegar þetta er skrifað er undirbúningur afmælisins í fullum gangi, af hálfu stjórnarmanna Öldunnar. Ákveðið hefur verið að afhenda Þjóð- minjasafninu elsta félagsfána félagsins, sem jafnframt er elsti félagsfáni stéttarfélags á landinu, því Aldan er elsta stéttarfélag landsins. Fer sú athöfn fram í Þjóð- minjasafninu á afmælisdaginn, föstudag 7. október, en daginn eftir, laugardaginn 8. október, verður opið hús fyrir unga og aldna Öldufélaga, í samkomusaln- um í kjallara Borgartúns 18, kl. 2—6 og frá kl. 20. í tilefni afmælisins kemur út bók um sögu félagsins, er nánar sagt frá henni annars staðar í blaðinu. Menn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna, vilji þeir eignast bókina. Uppstilling til stjórnar Vélstjórafélagsins Eins og áður hefur komið fram, samþykkti síðasti aðalfundur félagsins, að uppstillingu til næsta stjórn- arkjörs yrði frestað fram á haustið, þó þannig að uppstillingu skyldi lokið fyrir miðjan september. í byrjun september skilaði uppstillingarnefnd tillögum sínum og var í framhaldi af því haldinn almennur félagsfundur þann 14. september að Borgartúni 18. Á fundinum var gengið endanlega frá uppstilling- unni til næsta stjórnarkjörs og er hún svona: Til formanns: Helgi Laxdal, (Fiskifélag íslands). Sigurður Ingi Tómasson, (Eiginn rekstur). Sveinn Á. Sigurðsson (b/v Ögri). Fulltrúar vélstjóra á fiskiskipum: Guðmundur Hafsteinsson (B.Ú.R.). Hafsteinn Guðvarðsson, (Hraðfrystihús Eskifjarðar). Ingólfur S. lngólfsson (Vélstjórafélag íslands). Már Gunnarsson, (b/v Apríl). Samúel Guðmundsson (Einar Farestveit og Co.). Þór Sævaldsson, (b/v Guðbjörg). Þórbergur Þórhallsson (b/v Karlsefni). Fulltrúar vélstjóra á kaupskipum: Ásgeir Sumarliðason, (Hafskip). Hlöðver Einars- son, (1 námi). Jón Guðmundsson, (Samband ísl. samvinnufélaga). Magnús Smith, (Eintskipafélag ís- lands h.f.). Þór Birgir Þórðarson, (Eimskipafélag Is- lands h.f.). Fulltrúar vélstjóra sem í landi vinna: Georg Árnason, (Áburðarverksmiðjunni). Jón Kristinsson, (Keflavíkurflugvelli). Ólafur Gunnars- son, (B.Ú.R., Fiskiðjuver). Páll Magnússon, (Lands- virkjun). Sveinn K. Baldursson, (Kröfluvirkjun). Allt eru þetta valinkunnir menn hver á sínu sviði. Það sem eflaust vekur athygli við þessa uppstillingu er að Ingólfur Sig. Ingólfsson er ekki lengur í framboði til formanns, en ástæðan er sú að Ingólfur gaf ekki kost á sér af heilsufarsástæðum. Ætlunin er að kynna þá sem eru í kjöri frekar í „Strokknum“ fréttabréfi Vélstjórafélags íslands. VIKINGUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.