Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 36
50 ára • • saga Oldunnar Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan hefur frá upphafi, 1893, tek- ist á við verkefni, sem einkum varða skipstjórnarmenn. Má þar nefna siglingalöggjöf og málefni Reykja- víkurhafnar, en um þau hafði Aldan mikil áhrif. Margt var þó rætt á fundum félagsins, sem ekki var beint í verkahring skipstjórnar- manna. í lögum félagsins segir að í stjórn skuli vera íslenskir menn og tala, skilja og skrifa íslensku stórlýta- laust. Aldan er á þessu sviði í far- arbroddi og var oft vikið aó mál- hreinsun á fundum félagsins og flutterindi um móóurmálið. Árið 1912 efndi Aldan til sam- skota, til að styrkja fátækan, ís- lenskan listamann til náms í Kaup- mannahöfn. Söfnuðust á þrem mánuðum 209 krónur, sem voru sendar listamanninum. Var þetta álitleg fúlga á þeim tímum, þegar þess er gætt að árgjald félags- manns í Öldunni var 3 krónur. Við- takandinn sendi Öldunni þakkar- bréf og árnaði félaginu heilla. Und- irskriftin var: Jóhannes Sveinsson Kjarval. Framanritað eru dæmi um mál, sem Aldan fjallaði um. Félagiö var einn helsti frumkvöð- ull að stofnun Slysavarnafélags ís- lands, og forsetar þess voru um langt skeiö úr Öldunni. Svipað má segja um Fiskifélag íslands á fyrstu árum þess. Segja má að þessi mál væru að nokkru á starfsvettvangi Öldunnar, en eins og áóur segir bar þar margt á góma, þótt ekki verði tíundað hér. Merkileg bók um viöburöaríka tíma Bókin fæst á skrifstofu Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar, Borgartúni 18 — sími 29933. Þeir sem kaupa bókina fyrir 15. nóvember, fá hana með sérstökum afmælisafslætti á kr. 600. Bókina er hægt að fá senda í póstkröfu. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan 36 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.