Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 39
Siglingamálastofnun tekur þátt í: Prófunum á neyðarsendum skipa um gervitungl Dagana 15.—22. ágúst sl. fóru fram prófanir á notagildi neyðar- senda fyrir gúmmíbjörgunarbáta í tengslum við gervitungl á norðurhveli jarðar og var Siglingamálastofnun ríkisins aðili að þeim. Að sögn Hjálmars R. Bárðarsonar, siglingamálastjóra, tók- ust þessar prófanir mjög vel. Þær voru gerðar ineð þrjár gerðir neyðarsenda sem staðsettir voru í Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð, Svalbarða, Jan Mayen, Grænlandi, íslandi, nánar tiltekið á Höfn í Hornafirði og í Norðursjó. Ekki hefur borist cndanlcg skýrsla um tilraunirnar en sendingarfrá sendum sem staðsettir voru ýmist í sjó eða yfir, heyrðust mjög vel alls staðar frá, sagði Hjálmar. í Fréttabréfi Siglingamála- stofnunar, 8. ágúst segir rn.a.: Þessar prófanir eru gerðar til að kanna, hvernig best megi nota gervitungl til að taka á nróti send- ingum frá neyðarsendum t.d. í gúmmíbjörgunarbátum, og síðan að staðsetja með mikilli ná- kvæmni, hvar í hafinu neyðar- sendirinn er. Að svonefndu SARSAT-gervi- hnattakerfi standa Bandaríki Norður-Ameríku, Kanada og Frakkland. Tækni- og Náttúru- vísindarannsóknaráð Noregs (NTNF) hefur fengið aðgang að þessu SARSAT-kerfi til þessarar prófunar á tengslum við neyðar- senda á norðurhveli jarðar, og Siglingamálastofnun ríkisins varð fúslega við ósk rannsóknaráðs Noregs um að neyðarsendar yrðu einnig staðsettir við ísland við þessar prófanir. Siglingamálastofnun ríkisins hefur síðan fengið til samstarfs við sig Flugmálastjórn, Landhelgis- gæsluna og Veðurstofu íslands, og hafa allar þessar stofnanir tjáð sig fúsar til að leggja þessu máli lið, VÍKINGUR Neyðarsendirinn sem notaður var við prófanirnar. Á þcnnan liátt yrði honuni komið fyrir um borð og um leið og skipið sykki, flyti liann upp og hæfi neyðarsend- ingar. enda augljós hagur íslands af stuðningi við þessar rannsóknir og getur árangur þeirra augljóslega orðið lil aukins öryggis fyrir ís- lenska sjófarendur síðar meir. Þessar prófanir eru nefndar SARSAT-áætlunin. Hún felst í því, að sannprófa hvernig nota rnegi gerfitungl til að finna og staðsetja neyðarsendistöðvar, og þannig flýta fyrir og auðvelda leit og björgun við sjóslys eða flugslys. Auk SARSAT-gerfihnattakerf- isins er líka í notkun rússneskt gerfihnattakerfi, sem nefnt er COSPAS. Tengsl eru á milli þess- ara kerfa, þannig að COSPAS kerfið kemur líka að notum við þessar prófanir. Nú eru á lofti tveir COSPAS og einn SARSAT gerfi- hnöttur. Þeir neyðarsendar, sem þegar eru komnir í gúmmíbjörgunarbáta íslenskra skipa, senda á neyðar- tíðnum flugvéla, 121,5 MHz og 243 MHz. Tilgangur þeirra er að auðvelda leit úr flugvélum, og þeir hafa þegar sannað gildi sitt. Þessir gervihnettir geta hinsvegar líka tekið á móti sendingum frá slíkum neyðarsendum. Gervihnettirnir senda síðan þessar neyðarsend- ingar áfram til móttökustöðva, sem byggðar hafa verið á jörðu niðri. Utfrá breytilegri tíðni vegna hreyfinga gervitunglanna miðað við neyðarsendi í gangi er síðan hægt að reikna út hvar neyðar- sendirinn er staðsettur, og þannig finna væntanlegan slysstað. Landstöðvar fyrir SARSAT— COSPAS gervihnattakerfið eru 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.