Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 49
Einar Jónsson, fiskifræöingur: Fiskveidiráöstefiia á Grænlandi Dagana 31. maí — 3. júní s.l. var haldin í Sisimint (Holsteins- borg) á Grænlandi ráðstefna sem hafði það að markmiði að koma á samvinnu á sviði fiskveiða og fiskvinnslu á milli nyrstu þjóða við N-Atlantshaf. Samtök grænlenskra útgerðarmanna (AAK) höfðu frumkvæðið að þessari ráðstefnu sem bar heitið NAFCO — Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðstefnan — og boðuðu til hennar fulltrúa frá íslandi, Færeyjum og Noregi ásamt heimamönnum. Þótt samtök útgerðarmanna hafi haft forgöngu um þátttöku, hver í sínu landi, sóttu ráðstefnuna flest stærstu hagsmunafélög um fisk- veiðar frá löndunum fjórum. Þannig sóttu fundinn héðan fulltrúar frá Landssambandi ísienskra útgerðarmanna, Sjómannasambandi íslands og Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Frá hinum löndunum komu fulltrúar frá hliðstæðum samtökum auk fiski- fræðinga frá hverju landi. Alls voru ráðstefnugestir liðlega 40 tals- ins, auk nokkurra grænlenskra áheyrnarfulltrúa sem sóttu ráð- stefnuna sem gestir Upphaf þessara fundahalda má rekja beint til þeirrar staðreyndar að Grænlendingar eru að segja sig úr Efnahagsbandalagi Evrópu og taka sín mál æ meir í eigin hendur. Þótt ljóst sé að Grænlendingar sjái sér hag í því að ganga úr EBE, tapa þeir væntanlega um leið nokkrum stundarhagsmunum sem eru styrkir frá bandalaginu. Vegna þessa meðal annars vilja þeir snúa sér til nágrannaþjóðanna með samvinnu og jafnvel aðstoð á ýmsum sviðunt fiskveiða og fisk- vinnslu í huga. Þann 29. maí s.l. vorum við mættir sjö saman, út á Keflavík- urflugvöll, íslensku fulltrúarnir á ráðstefnunni. í þessum hópi voru þeir Ágúst Einarsson, Jakob Sig- urðsson og Kristinn Pálsson frá LÍÚ, Óskar Vigfússon frá Sjó- mannasambandinu, Ingólfur VÍKINGUR Falsson frá Farmanna- og fiski- mannasambandinu, Jón Jónsson og undirritaður frá Hafrann- sóknastofnun, en ég fór reyndar í boði LIÚ. Flugvél frá Grönlandsfly Þótt Grænland sé næsti ná- granni okkar í metrum mælt hafði ekki reynst vandræðalaust að skipuleggja þessa ferð. SAS flug- félagið hefur nú lagt af millilend- ingar hér á landi í áætlunarflugi sínu til Grænlands. Eina leiðin til þess að komast til Grænlands með áætlunarferðum héðan liggur því yfir Kaupmannahöfn, en slíkar ferðir eru fokdýrar auk óhjá- kvæmilegs gistikostnaðar við Eyr- arsund í tvígang. Þegar farið var að grennslast eftir um leigu á lítilli 7 manna vél, sem fluttgæti hópinn til Grænlands, kom eftirfarandi í ljós. Flugið er svo langt að vart kom til greina annað en láta vélina bíða (í 3—4 daga) á meðan á ráð- stefnunni stóð. En dæmið gekk þó ekki upp, því til þess að komast hina löngu leið yfir Grænlands-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.