Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Blaðsíða 52
stjórnarinnar, en hann var á leið til Hafnar daginn eftir. Hér bar vel í veiði og við spurðum ráðherrann m.a. þeirrar brennandi spurningar hvers vegna Grænlendingar væru á leið úr EBE; stefna sem okkur ófróðum útlendingum þótti ekki svo ýkja skynsanileg. Ráðherrann sagði að þótt ljóst væri að lands- menn yrðu af nokkrum styrkjum frá Bandalaginu væri allt sem mælti með úrgöngu. Útleggingu á þessum atriðum mætti taka saman í 3 punkta: í fyrsta lagi hlytu Grænlendingar að stefna að því að ráða sínum auðlindum algerlega sjálfir. í öðru lagi væri þetta mál hluti af sjálfstæðisbaráttu og snerti þjóðarstolt. í þriðja lagi væri ljóst að hið grænlenska samfélag gæti á engan hátt átt samleið með hinum iðnvæddu Evrópuríkjum þegar tekið væri tillit til legu og at- vinnuhátta. Til Holsteinsborgar Við flugum til Holsteinsborgar næsta dag með 24 manna þyrlu Grönlandsfly af Sikorsky gerð. Sisimiut eða grenjastaður (kennt við heimskautarefinn) eins og nafnið mun merkja, er næst stærsti bær landsins með urn 4500 íbúa og liggur hann rétt norðan heim- skautsbaugsins. Svo vel vill til að Holsteinsborg er ein ísfríasta höfn landsins þótt norðarlega sé komið í landið, og þaðan því rekin mikil útgerð, einkum rækjuskipa. Þá er hreinjakt mikið stunduð frá Holsteinsborg. Mikil hreindýra- lönd eru upp af bænum og eru þar veidd árlega um 6000 dýr. Hundasleðar eru þó að litlu not- aðir við þessar veiðar vegna snjó- leysis, en veiðarnar fara fram seinnipart sumars og á haustin. Holsteinsborg er annars syðsti bærinn í landinu hvar menn halda hunda, og fór það ekki fram hjá ráðstefnugestum. Það tók undir í öllum bænum þegar hundruð ef ekki þúsundir sleðahunda, sem bundnir eru á keðjur vítt og breitt um staðinn, tóku að spangóla einn af öðrunr. Hundahald í Holsteins- borg verður þó að flokkast meira NAFCO ráðstefnan 1983 ályktar að allir þátt- takendur samþykki skilyrðislaust að koma á formlegu samstarfi þeirra aðila sem að ráðstefn- unni standa. Rætt var um á hvern hátt slíkt samstarf mætti fram fara og urðu menn sammála urn að eftirfar- andi atriði ættu að vera í grundvelli að framtíð- arsamvinnu. 1) Samvinna um stjórnun fiskveiða Skiptast skal á reynslu í stjórnun fiskveiða m.a. með því að löndin taki þátt í fundum og ráð- stefnum hvers annars á þessu sviði. Löndin skiptist á gagnkvæmum fréttum og upplýsingum um ástand fiskstofna og annað það er að fisk- veiðum lýtur í hverju landi. 2) Hagnýting auðlinda Löndin sameinist um að stefna að ábyrgri hag- nýtingu auðlinda með fiskifræðilegri ráðgjöf þannig að nytjastofnar hinna einstöku landa gefi af sér hámarks afrakstur. Gagnkvæm skipti skulu vera þáttur í þessari samvinnu og stefnt skal að því að nytjastofn sem eitt landanna nýtir ekki að fullu sé nýttur af öðru landi sem stendur að NAFCO samvinnunni. 3) Fiskvinnslumenntun Stofnanir á sviði menntunar í fiskvinnslu sem Ályktun NAFCO — Norður- þegar eru til í löndunum skulu efldar og kennslan samræmd. Þá er æskilegt að kennsla á þessu sviði verði aukin í grunnskólum á þeim svæðum þar sem afkoma manna byggist á fiskveiðum. Mælst er til þess að NAFCO-löndin bjóði hvort öðru skólavist fyrir fólk til náms í sérskólum sínum. Bent skal á að það gæti orðið mjög jákvætt fyrir almenna menntun á sviði fiskveiða að sjómönn- um væri gagnkvæmt gefinn kostur á störfum á fiskiskipum aðildarlandanna. 4) Framkvæmd friðunarráðstafana Æskilegterað aðildarlöndin samræmi og stefni sameiginlega að ákveðnum friðunarráðstöfunum. Þar sem þeirra kann að vera þörf, sérstaklega hvað varðar friðunaraðgerðir á sameiginlegum fiskstofnum. Við framkvæmd slikra ráðstafana svo sem við setningu möskvastærðarreglugerða og ákvarðana um „lokun“ svæða skal leitast við að hafa samvinnu Jafnframt skulu hafrannsóknir efldar m.a. með fiskileit á svæðum sem enn hafa lítt verið könnuð eða eru talin geta gefið meira af sér heldur en nú er. 5) Fiskiðnaður og markaðsöflun Löndin skulu hafa samvinnu á sviði fiskiðn- aðar og markaðsöflunar m.a. með gagnkvæmum skiptum á tækniþekkingu og upplýsingum um vöruþróun. Þannig skal stefnt að því að tryggja 52 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.