Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 57
Er fiskimennska bara fyrir þá ungu og hraustu? í júlí hefti Norsk sjömansfor- bund Medlemsblad, er grein sem nefnist „Fiskimennska er aðeins fyrir unga og hrausta menn“. Hér á eftir fer efni greinarinnar, lauslega Þýtt- Fiskimennsku geta aðeins þeir stundað sem eru fullkomlega vel á sig komnir, andlega og líkamlega, og þá aðeins í stuttan tíma. Fiski- menn á úthafsveiðiflotanum geta aðeins búist við stuttri starfsævi vegna hinna erfiðu aðstæðnu sem þeir búa við. ekki nærri því eins langri starfsævi og þeir sem stunda vinnu í landi. Sjómaður sem kem- ur í land, má þakka fyrir ef hann fær starf sem hann getur verið eins lengi við og sá sem alltaf hefur stundað landvinnu. Þessar fullyrðingar setti Kris- tian Halldorssen fram á ráðstefnu sem haldin var á vegum Fiskere- teknologisk Forsningsinstitut í Þrándheimi. Miðaði hann við það sem fram hefur komið við rann- sóknir á þessu sviði. Tilgangur ráðstefnunnar var að gera grein fyrir áður umræddum vanda fiskimanna á úthafsveiðum. Forsvarsmenn hennar lögðu áherslu á það að koma á sambandi milli hinna ýmsu félagasamtaka, rannsóknastofnana og sérmennt- aðra manna í umræddum störfum. Gerð var grein fyrir hinum ýmsu þáttum starfsins, svo sem öryggi sjófarenda, fjölskyldu- ástæðum og afkomu, vinnuað- stöðu og öðrum þáttum í lífi þeirra. Voru þátttakendur nokkuð sammála um þessi atriði. Enn er mikið starf framundan og langt í land að fiskimennskan VÍKINGUR geti orðið samkeppnisfær við störf í landi, hvað varðar aðbúnað og vinnuöryggi til langrar ævi. Mar£- ar áskoranir bárust til ráðstefn- unnar um að rannsóknastofnanir yrðu leiðandi í þessum efnum. Halldorssen sagði það ekki verjandi að svo slæm vinnuskil- yrði séu um borð að menn verði að hætta störfum á unga aldri, vegna þeirra og hins mikla álags. Fiskimennsku eiga menn að geta stundað þar til eftirlaunaaldri er náð og hafa um leið sæmilega afkomu. Skipulagning vinnunnar er mikið atriði. Útgerðarmenn og samtök þeirra eiga að vinna að bættum aðbúnaði. Nauðsynlegt er að ungir og aldnir geti unnið sam- an. Til lengdar er það ekki vænlegt að fjölskyldur fiskimanna séu undir þeirri pressu sem eftirfar- andi atriði valda: Óvissar tekjur vegna mismun- andi veiða; afskipti stjórnvalda með einum eða öðrum hætti, skipulagning útgerðarmannsins og síðast en ekki síst, hæfni skip- stjórans. í máli sínu gat Halldorssen hinna ýmsu veiðiaðferða og að- stöðu á hinum ýmsu gerðum skipa. Einnig gat hann þess að mikið nreiri slysatíðni er um borð í fiskiskipunr, á borpöllum og far- skipunr. en við nokkra aðra vinnu. Kvaðst hann stundum undrandi á því að fiskimenn geri sér þessar aðstæður að góðu. Kannske er bóta að vænta innan tíðar, menn eru farnir að ræða meiri frí frá störfum en áður hefur verið, sagði 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.