Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Qupperneq 63
sveitir og Lási starði í land, hann gleymdi sér og Gísli kont, þú færð ekki loðnu ef þú glápir þig þarna í land, nei það er ekkert unt annað að ræða en Sigurð eða Eldborgina og Gísli hló, Lási muldraði ætli verði ekki bið á því. Jæja kallinn sagði Gísli, er þig farið að langa heim í fjóshauginn eða er stelpa með í spilinu, þá held ég að þú ættir að halda þig sem lengst frá sveitinni. Að ánetjasl kvenmanni. komast á fast var eitthvað það versta sem hent gat nokkurn mann að áliti Gísla. Lási breytti um umræðuefni, Gísli minn ætli sé ekki rétt að baxa hjá vél- stjórunum og strjúka yfir gólfin í vél- inni áður en við komurn í höfn. Ætli það ekki sagði Gísli, taktu klefana, ég skal taka gólfin og þeir snéru aftur að störfunum. Lása var órótt, þegar deginum var lokið tók hann óvenju vel til í klefa sínum, þeir yrðu fyrir hádegi í Reykjavík. Hann svaf lítið um nótl- ina, fór upp í brú. Hanni var á vakt, það var gott að tala við Hanna. Ég er að hugsa um að hætta sagði Lási, taka til við búskapinn, pabbi er orðinn þreyttur. Já, sagði Hanni, það er engin framtíð í þessu nema fara í skóla og svo er þetta að verða eins og færibandavinna síðan gámarnir komu, allavega á áætlunarskipunum. Það er áreiðanlega notalegra að nudda yfir rollum eða refum sagði Hanni sem vissi um loðdýraáhuga Lása. Ég hef ekki getað sofnað sagði Lási, það er víst að hrökkva eða stökkva, þetta er lítið en gott bú heima og ég gæti líka fengið ntér nokkrar læður. Þeir eiga gott sem hafa eitthvað öruggt að snúa sér að í landi sagði Hanni. Það er víst best að reyna að bæla sig aftur sagði Lási og fór niður í klefa sinn, það hafði verið gott að tala við Hanna, hann sofnaði undir morgun. Eftir morgunverðinn tilkynnti hann fyrsta meistara að nú væri hann hætt- ur, hann ætti bæði frídaga inni og sumarleyfið og fyrsti meistari óskaði honum velgengni í sveitinni, maður lítur kannski við fyrir vestan ef maður á leið um. Raggi frændi hans var mættur í VÍKINGUR Sundahöfn, með jeppann þegar lagt var uppað. Hjálpaðu mér með dótið, ég er að hætta, ég er að fara heim, ég ætla að fara að búa, hann romsaði þessu uppúr sér, Raggi brosti, ég reiknaði nú alltaf með því. Hann kvaddi skipsfélagana, sumir voru undrandi, Hanni og Nonni gantli óskuðu honunt alls góðs og héldu lengi í hendi hans. Gísli kvaddi hann hlýlega og sagði lágt, ætli Buickinn rati ekki vestur einhvern daginn í sumar, upphátt sagði hann og þú passar þig á stelp- unum í sveitinni, þær eru alveg vit- lausar í þessa stráka á farskipunum, og Gísli glotti. Hann var korninn á leið út úr bæn- um en stoppaði í Ártúnsbrekkunni hjá Nesti, fyllti upp tankinn og gætti að olíunni og vatni á 307 kúbika vélinni, hann var búinn að eiga bílinn í ár og gaf honum vel inn er hann renndi upp vesturlandsveginn. Hann kveikti á útvarpinu, það voru óskalög og einhver bað um, „Þú sem í fjarlægð“ og honum varð hugsað til Ásu í Nesi. Hann ók Bröttubrekku, það var styttra en vestur Mýrar og bíllinn aflmikill og munaði ekki um brekkurnar, ferðin gekk vel, hann ók inn í sýsluna í fjarðarbotninum og ekki leið að löngu uns hann var kom- inn fram á melana þar sem kaupfé- lagið stóð, þaðan sá hann heim en renndi bílnum upp að kaupfélaginu og gekk inn og verslaði eitthvað svona til málamynda. Ása var við afgreiðsluborðið og heilsaði honum hlýlega, ertu kominn heint í frí, nei ég er hættur á sjónum, svaraði hann og sá að það kom gleði- glampi í augu hennar, þá sér rnaður þig eitthvað á næstunni sagði hún, ég býst nú við því, sagði hann og þau brostu. Það var stutt heim, hann ók létt og þegar hann ók af þjóðveginum niður að opnu hliðinu kom Kolur hlaup- andi á móti bílnum. Pabbi hans var að bogra við traktorinn heima á hlaðinu og þegar hann sá hver var kominn rétti hann úr sér, strauk bakið með handarbakinu og gekk að bílnum, það var eftir- vænting í svipnum, hann sá að mikill farangur var í bílnum og spurði. jæja ertu kominn heim, já, ég er hættur á sjónum, sagði Lási og þeir föðmuðust feðgarnir. Er ekki rétt að við göngum í bæinn og segjum fréttirnar sagði faðir hans, hún hefur nú alltaf verið að bíða eftir þessum fréttum. Þau sátu uppi fram á nótt, ræddu málin og gerðu áætlanir og það var hamingja í bænum. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.