Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Blaðsíða 4
Sigurjón Valdimarsson ritstjóri. Það eru síður en svo góðar fréttir að óaðgæsla og kæruleysi eigi ef til vill mestan þátt í að menn týna lífi við störf sín. Um slíkt tjóar ekki að tala neina tæpi- tungu. Víkingur 4 Bréf til lesenda um sjó Afhverju verða sjóslys? Nýlega er skýrsla Rannsóknarnefnd- ar sjóslysa komin út og segir þar frá að 16 sjómenn hafi látið lífið viö landið á síðasta ári. í inngangi skýrslunnar segir m.a.: „Bæöi hvað varðar þessi slys og önnur kemur víða fram, að stjórn- endur skipa eða aðrir, sem ábyrgð bera, sýna kæruleysi við varasam- ar og hættulegar aðstæður og treysta m.a. um of á ný og fullkom- in siglingatæki, sem þó kunna að vera í ólagi eða eru ekki notuð á réttan hátt. Þrátt fyrir miklar tækniframfarir á þessu sviði virð- ast litlar breytingar verða á hinum mannlega þætti slysanna og sýnir reynslan, að ekkert getur leyst af hólmi árvekni, dómgreind, reynslu og kunnáttu sjómannanna sjálfra." Það er síður en svo góðar fréttir að óaðgæsla og kæruleysi eigi ef til vill mestan þátt í aó menn týna lífi við störf sín. Um slíkt tjóar ekki að tala neina tæpitungu. Skipstjórnarmenn geta ekki hafthreina samvisku afskipstapa nema öll öryggistæki skipsins hafi verið í full- komnu lagi, þau hafi verið notuð á rétt- an hátt og öllum reglum fylgt út íæsar. Þar er átt við siglingareglur, reglur um hleðslu skipa, reglur um meðferð og búnað öryggistækja ásamt öllum öðrum reglum sem settar hafa verið til þess að bægja frá sjófarendum. Skipstjóri getur ekki leyft sér þann munað að álíta sjálfan sig hafinn yfir að fylgja reglum og telja sig færan um að mæta hverju atviki þegarþað ber að, ef til vill eingöngu með karlmennsku sinni og hetjulund, ásamt öðrum góðum sjó- mannshæfileikum. Hann ber ábyrgð á lífi skipsfélaga sinna og þeir treysta á hann. Og það er ekki eingöngu líf skipsfélaganna sem hann heldur í hendi sér, heldur getur hann orðið ör- lagavaldur margra manna, sem eiga ástvini sína um borð í skipi hans. Sem betur fer eru það líklega lítill hluti skipstjórnarmanna sem þurfa að taka til sín ádrepu af þessu tagi. Þó er ég ekki grunlaus um að þeir séu fleiri en margir halda að óreyndu. En, þó ekki værinema einn, erþað einum ofmikið. Þótt skipstjórinn hljóti að teljast bera ábyrgðina, geta aðrir skipsmenn ekki látið eins og þeim komi málið ekki við. Öryggi skips og áhafnar verður aldrei einkamál skipstjórans, þar hljóta allir um borð að leggjast á eitt. Hér á næstu síðu má sjá álit rann- sóknarnefndarinnar á orsök slysa, sem urðu á síðasta ári. I flestum, ef ekki öll- um, tilvikum má rekja orsakir slysanna til manna sem gátu og áttu að vinna verk sín betur, jafnvel þar sem nefndin kýs að kalla slysið „óhappaslys“, en tengir þar við ábendingu um það sem betur mátti fara. Lesandinn hlýtur að meta það svo að orsök slyssins komi fram í ábendingunni, enda þótt nefnd- inni hafi ekki tekist að sanna það. Með þessum skrifum er ekki verið að leggja áherslu á að finna sökudólg eft- ir að slys er orðið. Samviskubit þeirra sem vita, að þeir gerðu ekki eins og þeim bar, er vafalaust nóg fyrir þá að bera. Nei, sökudólgana þarf að finna áður en slys hlýst af vanrækslu þeirra. Hver íslenskur sjómaður veit að við strendur þessa lands er allra veðra von og hann er aldrei öruggur um að kom- ast heim úr róðri. En margt er hægt að gera til þess að auka líkurnar á að svo verði og mennirnir veröa sjálfir að finna ábyrgðina sem þeir bera á eigin lífi og annarra. Þeir verða að taka þekk- inguna og skynsemina í notkun en ana ekki út í tvísýnu afímyndaðri hetjulund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.