Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Blaðsíða 17
nýJUMGAR Ný sjálfstýring meö segul stefnuskynjara Sjálfstýringar eru stöðugt að verða fullkomnari, en sjálf- stýring sem stjórnast af seg- ulkompás er þó alltaf háö gæðum kompássins. Aðal- vandinn er fólginn i staðsetn- ingu kompássins, en nauð- synlegt er að segulskekkja á honum sé lítil, annars er hætta á aö stýringin verði léleg á einhverjum stefnum. Nú hefur fyrirtækiö Cetrek sett á markaðinn nýja sjálf- stýringu sem nefnist Cetrek 930 721 og hefur kompás eða stefnuskynjara, sem hægt er að staðsetja i nokkurri fjar- lægð frá sjálfstýringunni, þar sem ekki er stýrt eftir honum. Þetta gefur möguleika á að staðsetja kompásinn vel með tilliti til segulsviðs skipsins, auk þess sem þessi kompás hefur búnað sem leiðréttir segulskekkju, sem stafar af staðarbreytingum skipsins. Þar sem eins og fyrr segir er ekki hægt að stýra eftir þess- um kompás eru tengdir við hann aukakompásar til að lesa af stefnuna. Þessir kompásar geta verið allt að 5 fyrir utan þann sem er í sjálf- stýringunni. Aöalkostur þessarar sjálf- stýringar er lítil segulskekkja og hinir mörgu aukakompásar sem tengja má við stjórn- kompásinn, en eftir sem áður verður að reikna með misvís- un, hana er ekki hægt að leiö- rétta, þar sem hún stafar ekki af seguláhrifum. Cetrek 930 721 með áður- greindum kompás kostar 44.100 kr.. Cetrek 930 721 er einnig hægt að tengja við að- aláttavita með sérstökum tengibúnaði og kostar þá 48.700 kr.. Umboð fyrir Cetrek hér á landi hefur R. Sigmundsson hf. Tryggvagötu 8, 101 Reykjavik. Tæki til að rita veðurkort Nú eru meira en 40 ár siðan fyrsti veðurkortaritinn kom fram á sjónarsviðið. Þróun slíkra tækja hefur verið mjög ör hin siðari ár og notkun þeirra i skipum vaxið að sama skapi. Veðurkort séð með eig- in augum gefur nefnilega miklu betri yfirsýn yfir veöur á tilteknu svæði en að heyra það lesið i útvarpi. Yfir 50 stöðvar um allan heim senda út mismunandi kort, sem sýna veðrið eins og það er á tilteknum tima eða eru spákort. Sum kortin sýna ölduhæð önnur sjávarhita og svo eru til kort er sýna haf- strauma. Úrvaliö er mikið og það er bara að velja það sem hentar hverjum og einum. Bandariska fyrirtækið Alden International S.A. hefur nú nýlega hafið framleiðslu á nýj- um veðurkortarita af gerðinni Marinefax, sem nefnist Mar- inefax VI. Marinefax VI hefur inn- byggða tölvu, sem gerir not- andanum fært að velja fyrir- fram sendistöðvar og kort frá þeim. Með þessu móti fær not- andinn aðeins þau kort sem hann vill og þarf á að halda, en önnur ekki. Tölvan sér um að setja kortaritann af stað á til- settum tíma og einnig að slökkva, þegar sendingu kortsins er lokiö. Skipstjórinn getur siðan skoðað kortið, þegarhann hefurtimatil. Marinefax VI má einnig nota sem venjulegan radíómóttak- ara, hann hefurtíðnisvið frá 80 kHztil 29.999 MHz. Marinefax er fyrirferðarlitið, aðeins 12,7 cm á hæð, 26 cm á breidd og 43,3 cm á lengd. Orkunotkun tækisins er litil eða 55 wött. Marinefax VI kostar um 160.000 kr.. Umboð fyrir Alden Interna- tional S.A. hér á landi er hjá R. Sigmundssyni hf. Tryggva- götu 8,101 Reykjavik. Sjálfvirk móttaka til- kynninga til sjófar- enda Allir sjómenn sem hlustað hafa á neyðartiðnirnar 2182 kHz og kanal 16 hafa heyrt fjölda tilkynninga um siglinga- hættur og ýmiss konar neyð. Erfitt hefur reynst aö henda Umsjón: Benedikt H. Alfonsson Myndirnar: Vinstri: Cetrek 721 sjálfstýring- in. Miðjan: Marinefax er hægt að festa á hvort sem er vegg eða borð. Hægri: Navtex 2 prentar út þau skeyti, sem notandinn vill fá. Víkingur 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.