Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Blaðsíða 79

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1985, Blaðsíða 79
Af gömlum bókum Úr ,,sögu norðurþjóða” eftir Olaus Magnus Um hinn mikla auö íslands ísmjöri Á sömu eyjunni, Islandi, er vegna fjölda búa og mikilla haga svo mikiö saltað smjör að kaggar eða tunnur nægja ekki. Þessvegna eru víða gerðar kistur úr ilmandi viði, 30 til 40 feta langar og 4 til 5 feta djúpar, og fylltar með smjöri, bæði til heimanotkunar og vöruskipta hjá kaupmanninum því almennt er harðfiskur með smjöri notaður í stað brauðs. Þessvegna kallast þjóðin fiskæturnar (iktyofager). Kistur með slíkar smjörbirgðir eru í klaustri nokkru, sem fólkið kallar Helgafell. Harðfiskur og smjör er meginfæðan þar og einnig á biskupssetr- unum, að Skálholti og Hólum, og á ríkra manna búum, með svipaðar tekjur. Til drykkjar hafa menn útlent öl, sem flutt er til landsins frá hafnarborgum Þýskalands. Þar að auki eru keldur með vatni sætu sem öl, er bæði slekkur þorsta og er Ijúffengt og ferskt. Svipað segir Solinus um fljótið ..Phoaspes": ,,Vatn þess er svo Ijúffengt að persnesku kóngarnir notuðu það til drykkjar, þar sem það rann gegnum Persíu. Og færu þeir utanlands fluttu þeir með sér drykkjarvatn að heiman". íslendingar eru hraustir, vingjarnlegir og gest- risnir. Þeir ná háum aldri, um og yfir 100 ára, án læknalyfja. Af litlu tilefni telja þeir sér misboðið og grípa til vopna og berjast af mikilli grimmd. i stuttu máli: Þeir eru alvopnaðir og búnir til her- naðar bæði á fæti og á hestbaki og geta mætt hverjum aðkomnum ágangi. Um saltaöan, hertan og reyktan fisk Hér er fjallað um margskonar meðferð á fiski: saltaðan, þurrkaðan og reyktan fisk. Þessar aðferðir hafa unnið sess, aðallega vegna þess að þannig verkaður matur hefur fært norræna fólkinu hreysti sína. Mest étur það hertan fisk, svo sem geddu, vatnakarfa og fleiri tegundir. Fiskinum er staflað upp eins og timbri í hlaða og við sölu er hann mældur með stokk eða alinmáli eða hann er veginn með stórri vog, svo sem hundraðmarkavog, þúsundmarkavog og með vog sem á gauzku máli er vanalega kölluð skippund. Þegar þessi fiskur er undirbúinn til átu er hann látinn liffja tvo daga í sterkum lút og einn dag í hreinu vatni, til þess að mýkja hann aftur hæfilega. Síðan er hann soðinn og borinn fram með salti og smjöri, þykir herra- manns matur og hæfir furstum. Einnig má til tilbreytingar og til hátíðabrigða borða ýmsan nýjan fisk jafnframt þeim herta og borða hann sem álegg. Þannig er hans einkum neytt í gestaboðum þeirra, sem hafa yndi af góðum mat. Aðrir, alþýða manna, búa stöðugt við hina óblíðu veðráttu og láta sig engu skipta bragð- gæði fæðunnar aðeins efhún er holl. Stundum ber maður fiskinn með kepp, gerðum af hörð- um við. Sumt af fiskinum er þurrkað ísólinni og síðan saltað, barið og borðast ósoðið. Þannig er með síken (síkur), eins og hann er nefndur í landinu. Af þessum fiski eru tvær tegundir, aðallega ÍBotnfiska flóanum, þarsem falla stór- fljót frá norsku fjöllunum til sjávar. Reykti fisk- urinn er í hávegum hafður, svo sem lax, vatna- karfi, síld, steinsuga og fleiri fiskar. Laxinn er öllum fiskum eðlari, þar sem hann vegna bragðgæða tekur öðrum mat fram, auk þess hve lystugur hann er þótt ekkert sé drukkið áður. Og fyrir þann sem er á ferðaiagi er hann vinsæll matur, sem alltaf er tiltækur þar eð hann bragðast ágætlega hrár. Eins er með reykþurrkaða síld, sem Þjóðverjar kalla Buck- ling (bökling). Hana kaupa fíómverjar háu verði og borða hana með góðri lyst og fá ekki leiða á henni, eins og vill verða með annan fisk. Efstríð hindrar ekki flytja flæmsk skip hana árlega um spánskar hafnir til Rómar. Fólkið í norðri hefur einnig tvær aðrar fisktegundir: froskfisk og sæpunginn, sem reyktur er og étinn. Plinius segir að í ríkinu Beneventum á Ítalíu verði allar tegundir af söltuðum fiski ferskar eins og al- kunna er. Cassius Hemina segir að stuttu eftir að Róm var reist hefðu haffiskar verið hafðir til matar og það sem hann segir um það vil ég tilfæra orðrétt: ,,Numa skipaði svo fyrir, að menn hefðu ekki á borðum vatnafisk. tilskipun sem hann gaf í sparnaðarskyni, til þess að auðveldara væri að afla til gestaboða ríkisins og hátíða í hofinu. Hann mælti einnig svo fyrir að þeir sem keyptu fisk til fórnarmaltíðar mættu bjóða upp verðið um of og ekki kaupa upp fyrirfram. Úrfórum Einars Vilhjálmssonar Einnig má til tilbreytingar og til hátíðabrigða borða ýmsan nýjan fisk, jafn- framtþeim herta, og borða hann sem álegg. Þannig erhans einkum neytt í gesta- boðum þeirra, sem hafayndiaf góðum mat. Víkingur 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.