Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 54
Skólamálið
Sigurjón
Valdimarsson
tók saman
Sjómannaskólinn í
Reykjavik, nú orðinn
sjálfsagður hluti af
borginni. Áður var það
ekki svo, það tók
margra ára baráttu að
finna honum stað og fá
hann byggöan.
Skólamál heitir þaö í fundargerðum og er fastur liður á mörgum fyrstu þingum
FFSÍ, a.m.k. vel yfir fyrsta tuginn. Það var fyrsta máliö, sem var reifaö á fyrsta
þinginu, eftir að formsatriðum þingsins hafði verið sinnt og lög afgreidd. Málið
snerist um byggingu skólahúss fyrir sjómannaskólann og var alls ekki nýtt af
nálinni. Þegar FFSÍ var stofnaö voru liöin að minnsta kosti tólf ár síðan Aldan og
Vélstjórafélag íslands ásamt skólastjórum Vélstjóraskólans og Stýrimannaskólans
hófu baráttu fyrir byggingu nýs skólahúss. Gamla skólahúsið við Stýrimannastíg
fullnægði engan veginn þörfum skólanna en við ramman reip var að draga um úr-
lausnir, þar sem voru vörslumenn fjármálanna, ríkisstjórn og Alþingi. Þráfaldar
bréfaskriftir félaganna þessi tólf ár báru lítinn árangur, nánast engan. Það var því
engin furða að mönnum væri mikið niðri fyrir á fyrsta þinginu og þar var málinu ýtt
úr vör af mikilli festu og ákveðni. Því var sov fylgt eftir þar til það komst í höfn, en
það var ekki fyrr en mörgum árum seinna.
Hallgrímur Jónsson for-
maður undirbúningsstjómar
að stofnun FFSÍ fylgdi málinu
úr hlaði. Hann rakti sögu
samskipta sjómanna og rik-
isstjórnarinnar um þetta mál,
sagði gamla húsið löngu
ónothæft og var óhress með
hvað stéttin var afskipt í
skólamálum. Margir þingfull-
trúanna létu skoðun sína i
Ijós áður en málinu var vísað
til nefndar, og voru allir á einu
máli um að þyggingu nýs
skólahúss fyrir sjómanna-
stéttina yrði að hraða sem
mest.
Þingið telur það ekki
vansalaust...
Ásgeir Sigurðsson hafði
framsögu fyrir laga— og
menntamálanefnd og las upp
eftirfarandi nefndarálit:
Fyrsta þing FFSÍ skorar á
Alþingi aö veita nú þegar svo
ríflega fjárhæö úr ríkissjóöi, til
veglegrar þyggingar skóla-
húss fyrir stýrimenn og vél-
stjóra og aörar greinar sjó-
mannastéttarinnar, er þurfa á
sérmenntun aö halda, aö þeg-
ar veröi hægt aö hefjast handa