Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 129
Þeir vildu kaupa
■ ■ ■
eins og fyrr segir, haföi
reynslu að útgerð, eins og
þeirri sem fyrirhuguð var.
Börðust þeir menn sem kjörn-
ir voru til framkvæmda ásamt
fleiri mönnum, sem mikinn
áhuga höfðu á þessu ein-
staka framtaki, en allt kom
fyrirekki. Nefndinni hafði bor-
ist tilboö frá Spáni i tvö verk-
smiðjuskip, sem framleiddu
saltfisk og voru með frysti-
getu til að frysta góöfisk svo
sem lúðu, kola, steinbit og
annan þann fisk, sem ekki
gekk i salt. Þegar sýnt þótti
að ekki fengist fé til kaupa á
frystitogara, var haldin hlut-
hafafundur í húsi S.V.F.Í..
Mætti þar margt manna og
var fundamönnum skýrt frá
þvi hvernig komið var.
Verkfræðingurinn féll
á prófinu
Fundarmenn voru ekki
á þeim buxum að gefast
upp, en stjórnin í Úthafi h.f.
sá ekki fram á aö á næstunni
fengist sú fyrirgreiðsla
sem það þurfti en þaö var
ríkisábyrgð fyrir 90% af
kaupveröi skipsins, væri
keypt skip frá Póllandi, og
svipað ef keypt yrði frá öðrum
löndum, auk þess sem
Landsþankinn þurfti að gang-
ast undir það aö veita lán til
þess að koma skipinu af stað.
Ymis fyrirtæki voru viljug til
fyrirgreiðslu, ef skipið kæmi.
A þessum eftirminnilega
fundi var siöan samþykkt að
stjórnin færi til Spánar og
skoðaöi saltfiskskipin.
í júli 1970 fóru stjórnar-
menn til þess að skoða hin
umræddu skip. Sendur var
skipaverkfræðingur út til
þess að skoða skipin ásamt
okkur, það var mat okkar aö
hann hefði fallið á prófinu.
Þetta voru 800 tonna skip vel
búinn á allan hátt og sagöi
Guðmundur Pétursson vélstj.
að hann hefði ekki séö betur
búiö vélarúm. Loftur Július-
son skipstjóri taldi að skut-
togið væri vel útfært. Ekki
gekk þessi ferð eins vel og
menn vonuðu, verkfræðingur-
inn lagðist gegn kaupunum.
Það var ekki fyrr en 29.
apríl sem endanlegt svar kom
frá ríkisstjórninni þar sem þvi
er alfariö hafnað aö veita
nokkra fyrirgreiðslu, til kaupa
áskipunum.
Draumar rætast
í dag hafa þeir draumar
ræst sem menn létu sig
dreyma um á haustdögum
1968. Vona ég sannarlega að
í framtiðinni gangi eins vel hjá
frystitogurunum og gengur í
dag. Ekki voru stjórnarmenn
eins samhuga og harðir af sér
við þessa hugmynd og þeir
voru, sem sátu í stjórn 1945,
þegar þeir slitu ekki þingi
sambandsins fyrr en þeir
höfðu fengið fram mál sin á
Alþingi. Stundum þarf að
beita verulegum þrýstingi svo
málin nái fram að ganga Á
fundi með sjávarútvegsráð-
herra 27.8.1971 taldi hann
sjálfsagt að gert væri út
verksmiðjuskip til saman-
burðar við útgerö isfiskskip-
anna, en rikisstj. var ekki á
sama máli.
Biö í flughöfninni í
London. F.v.: Guö-
mundur Pétursson,
Henrý Hálfdánarson,
Þórir Ólafsson umboös-
maður, Sigurður Guö-
jónsson og Loftur
Júlíusson.
ACompAir
Patent hraðtengi
í miklu úrvali,
leiðslur og
leiðslutengi.
Fjöltækni sf.
Eyjarslóð 9 * 27580 - 101 Reykjavík