Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Síða 170
Kristján
Ingibergsson
formaöur
Visis
Fná forystunni
A merkum tímamótum er mönnum gjarnt aö
líta um öxl, horfa yfir farinn veg. Þegar horft er
yfir farinn veg FFSI undangengin 50 ár, má þar
sjá aö mörkuð hafa verið djúp spor og mörg,
sem aldrei grær yfir. Þaö ber aö þakka. En viö
skulum líta fram á viö, þaö liggja þar margir
vegir, til allra átta, sem litil og engin spor hafa
veriö mörkuö i, t.d. fiskmarkaöir sem nú eru aö
veröa staðreynd og koma til meö aö hafa mikil
áhrif til batnandi kjara sjómanna almennt. Á
þessum vettvangi þurfum viö aö fylgjast vel
með, og vera leiðandi.
Fjölmiölafár þaö, sem viö kom siöustu kjara-
samningum fiskimanna, gaf til kynna veika
stööu FFSÍ, viö þurfum á aö halda góöum
starfskrafti til þess aö svara allskonar mistúlk-
unum, rangfærslum og hreinu kjaftæöi, sem
viögengst þegar út i haröar vinnudeilur er
komið. Forystumenn sambandsins hafa nóg á
sinni könnu þegar svona stendur á. Því þarf aö
ráöa harðan fjölmiölafulltrúa. Viö þurfum aö
berjast þar sem slagurinn fer fram.
Þaö mætti hafa mörg orö um hvernig samn-
ingaviöræður fara fram, eftir aö í karphús er
komið, fyrir ókunnugan gæti þetta sem best
veriö góögeröarsamkoma þar sem starfið væri
fólgið i því aö skera niður vinarbrauð og snúða,
auk uppáhellingar. Þessu þarf meö einhverjum
ráðum aö breyta, þannig aö markvissar veröi
unnið, meö því myndu vinnudeilur styttast, og
minna tapast. Ekki meir um það aö sinni.
Öryggismál sjómanna eru og verða alltaf
verkefni FFSÍ, þau eru þaö ekki síst nú eftir
undangengin sjóslys. Ekki verður hjá því kom-
ist aö minnast á strand Baröa Gk. og frækilega
björgun áhafnar hans. Þar kom gleggst i Ijós
hvílíkt björgunartæki þyrlan er. Þaö er mál
manna sem best þekkja til, aö þarna hafi mín-
útur skipt máli, og engu ööru björgunartæki
varö viö komiö. Áhöfn þyrlunnar beitti sér
þarna viö einhverjar verstu aöstæöur sem
sögur fara af. Hafi þeir hugheilar þakkir fyrir.
Þetta slys, eins og svo mörg önnur sýna aö
viö þurfum aö eignast fleiri slík tæki stærri og
fullkomnari. Til þess aö þaö geti orðið þarf
þrýsting og þar eiga FFSÍ og öll félagssamtök
sjómanna aö koma inni myndina. Þaö sýndi sig
í launamálum læknanna á þyrlunni aö orö eru
til alls fyrst. Islenskir sjómenn veröa að eiga
kost á öflugustu björgunartækjum sem völ er
á, í Ijósi þeirrar staðreyndar aö þeir starfa á
einhverju erfiöasta og hættulegasta hafsvæöi
jaröar. Ef ráöamenn þessa eyrikis, sem allt á
undir sjósókn og siglingum, opna ekki augun
fyrir þessum staðreyndum né veita fé til þess-
ara mála, þá er þaö okkar aö glenna upp á
þeim glyrnurnar og koma þeim í skilning um
þaö. Þaö ætti ekki aö vera svo ýkja mikið mál,
ef þeir eru minnugir oröa sinna á tyllidegi sjó-
manna. Viö skulum gera þennan þátt öryggis
okkar aö baráttumáli eins og mörg önnur.
Ég vil aö lokum óska FFSI og þeim sem þar
halda um stjórnvölinn alls hins besta og vona
að þaö megi enn vaxa og dafna sem samnefn-
ari farmanna og fiskimanna okkur öllum til
heilla.
170 VÍKINGUR