Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 200
FFSI líður
Þyrill á lygnum sjó en
mikilli undiröldu. Guö-
laugur var lengi á Þyrli,
sem sumir segja aö hafi
verið Ijótasta skip í eigu
íslendinga.
Fyrsta dæling á sild milli
skipa. Úr Hafrúnu í Þyril.
Sjómenn flýja ekkert vanda-
málin, enda er ekkert aö fara.
Menn stökkva ekki fyrir borö,
heldur veröa þeir aö leysa
vandamálin jafn haröan og
þau koma upp“, segir Guö-
laugur. Þaö voru veikindi sem
ráku hann i land og þó svo aö
eftirsjá hafi verið aö starfinu
biðu hans mikilsverð störf á
mölinni, störf i þágu eigin
stétt og hjá eigin stéttarfé-
lagi. Stýrimannafélagi ’ls-
lands, sem hann hefur æ síö-
an helgað krafta sína.
Ekki vegna minnar
hæfni
Hann segist ekki hafa verið
mikill félagsmálamaöur áöur
en hann hóf fyrst störf á skrif-
stofu Stýrimannafélagsins,
en siðan megi oröa þaö svo
aö hann hafi fallið inn i hring-
iöu sem hreinlega hafi sogið
hann allan til sin. Hann brosir
aö samlikingunni, en segir
hana rétta, félagsstörfin hafi
átt allan hug hans upp frá
þessum tíma. Guölaugur var
siöan kosinn formaður fé-
lagsins eftir átta ára starf á
skrifstofu þess og gegndi þvi
embætti ásamt þvi aö vera
starfsmaður félagsins til árs-
ins 1980, aö hann lét af for-
mennskunni.
Hann er spurður af hverju
hann telji aö leitað hafi verið
til hans um formennsku i fé-
laginu á sinum tima og þaö
bregöur fyrir brosi áður en
hann svarar: „Félaginu hélst
nú víst eitthvað erfiölega á
formönnum á þessum tima —
og ég lenti í þessu, sjálfsagt
mest megnis fyrir tilviljun.
Þetta kom ekkert sérstaklega
til vegna minnar hæfni",
kveöst Guölaugur ætla á
meðan aörir, sem þekkja til,
halda annaö.
Að gleyma ekki
tengslum við
veruleikann
Og hvort hann sé stjórn-
samur? „Það veit ég ekki og
get varla svarað þessu. Ég
hef reynt aö vinna mín störf af
samviskusemi og heiðarleika.
Mér finnst mest um vert viö
stjórnun stéttarfélaga aö for-
ráðamenn þeirra taki störf sín
alvarlega og gleymi aldrei
tengslum sínum viö veruleik-
ann fyrir utan skrifstofuna,
sjálft starfiö og hlutskipti hins
vinnandi manns. Þetta er aö
mínu viti mjög krefjandi starf
sem krefst þess aö maður
geti sett sig vel inn i mismun-
andi aöstæður og finni sig í