Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 202
FFSI líður
Guölaugur var lengi
stýrimaður á strand-
feröaskipunum og leit
þá á „uniformiö" sem
heldur leiöa nauðsyn
sem fylgdi starfinu. Einn
þeirra farþega sem oft
fór meö skipunum var
Sigurður Guömundsson
kennari, oft kallaöur
Siggi lærer, varö góður
kunningi Guöiaugs.
202 VÍKINGUR
fyrir þeim. Byggðapólitík
kemur einnig viö sögu, þvi fé-
lagsmenn úti á landi vilja
síður flytja vald suður til
Reykjavikur. Verst af öllu er
svo kannski sá hugsannar-
háttur margra sjómanna aö
halda að hagsmunum sinum
sé best borgið í litlum eining-
um, en að minu viti er það
alrangt sjónarmið. Ég rökstyö
það meðal annars með því að
allir erum við sjómenn. Og að
hagsmunir allra sjómanna
fara saman hvort heldur þeir
eru flokkaðir sem hásetar,
vélstjórar eða skipstjórar.
Það er vitaskuld hagsmuna-
mál skipstjóra aö hafa hæfa
menntaða háseta undir sinni
stjórn sem eru ánægöir með
sinn hlut á sama hátt og það
hlýtur að vera hagsmunamál
háseta að t.d. vélstjórar séu
vel menntaöir og vel launaðir.
Þetta er allt saman ein heild
sem aldrei verður sundur slit-
in og því miður finnst mér sjó-
menn ekki skilja þetta eða
vilja skilja þetta. Sjómenn
eiga alla hagsmuni sameigin-
lega“.
Alls engir draumórar
Guölaugur segir í framhaldi
af þessum orðum að sig hafi
lengi dreymt um að þróunin
yrði sú að farmenn slitu af sér
fjötra smáfélaga og samein-
uðust í eitt voldugt farmanna-
félag og sömu sögu megi
segja um fiskimenn. Þessi tvö
öflugu félög mynduðu síðan
eitt samband, en styrkur þess
lægi meöal annars i því hvað
skipulag þess væri einfalt,
stjórn og uppbygging skýr.
Þarna gæti komið til sögunn-
ar mjög virkt og öflugt sam-
band. Þegar Guðlaugur er
inntur eftir því hvort þarna
séu ekki einungis draumórar
á ferðinni neitar hann stað-
fastlega og heldur því fram að
þarna sé þvert á móti hug-
mynd á ferðinni sem hann telji
óhugsandi annað en fái auk-
inn hljómgrunn á næstu árum
þegar væntanlega verður far-
ið að endurskoða, einfalda og
samhæfa allt skipulag verka-
lýðsmála i landinu. Um starf
sitt innan FFSÍ segir Guð-
laugur: „Ég hef setið öll þing
sambandsins frá 1969 og
stjórnað sumum þeirra. Ég
var fyrst kosinn varamaður
stjórnar 1971 og hef átt sæti í
aðalstjórn eða varastjórn
óslitið síðan. Ég held að ég
megi segja að ég hafi setið
allflesta stjórnar- og fram-
kvæmdastjórnarfundi siðan
1971. Enda er stundum kall-
að í nærstaddan varamann
þegar aðalmenn forfallast. Þá
hef ég átt sæti í fjölmörgum
nefndum á vegum sambands-
ins, það er þvi margs að
minnast. Ég má til með að
geta þess til gamans að ég
tel mig vera einan um það að
hafa setiö i stjórn FFSÍ með
öllum forsetunum sex að tölu
sem nú eru á lífi.
Stórt hlutverk í
framtíðinni
Um starfsemi sambandsins
segir hann að um hana megi
margt segja og vist sé um það
að sambandið hafi i áranna
rás látið mörg mikilsverð mál
til sin taka og fylgt mörgum
þeirra fram til sigus. Hinsveg-
ar telji hann verkaskiptingu
milli þess og aðildafélaganna
þurfi að verða miklu mun skír-
ari en nú er.
„Að lokum óska ég sjó-
mönnum til hamingju með af-
mælisbarnið og vona að það
skili hlutverki sínu ekki síður
á næstu fimmtiu árum en það
hefir gert á s.l. hálfu öld. Ég
tel að Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands hafi
ekki síður hlutverki að gegna
nú og í framtiðinni en fyrir 50
árum“.