Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 232
nyjUMGAR
TÆKMI
Mæling á snúningsvægi í ás
Mæling á snúningsvægi og
vélrænu afli hefur löngum
verið erfiðleikum háð. Engum
dylst þó að beinar mælingar á
ásafli frá aflvélinni eöa aö
dælunni eru mikilvægar upp-
lýsingar sem geta stuðlað að
hagkvæmum rekstri og verið
hjálp i fyrirbyggjandi viðhaldi.
Acurex Autodata framleiðir
nú nýja gerö snertilausra
vægismæla en af þvi leiðir að
ekki er lengur þörf á sleitu-
hringjum með kolburstum
eins og tiðkast hefur á eldri
gerðum. Auðvelt er að koma
búnaönum fyrir þar sem hægt
er að spenna hann beint á
ásinn. Búnaðurinn krefst ekki
sérstakrar umönnunar og
hann er ekki næmur fyrir
titringi óhreinindum né raka.
Frávik frá línulegu samhengi endurtekningarfeill minni en +
er gefið minna en + - 0,1 % og - 0,05%.
Tölvutæktsjókort
Fyrir þrem árum stofnaði
hollenska sjómælingafyrir-
tækið Seateem og hollenska
hugbúnaðarfyrirtækið CIS
fyrirtækiö Quadtronic. Mark-
miðiö með þessari fyrirtækja-
stofnun var að þróa og fram-
leiða rafeindafiskikort. Kortið
átti að vera þannig úr garði
gert að þaö tæki við upplýs-
ingum frá siglingakerfum og
samfara þvi þurfti að þróa
tölvur sem nothæfar væru um
borö i skipum.
232 VÍKINGUR
Nú er svo komið að tillbúin
eru sjókort á stafrænu formi,
það er tölvutækt yfir allmörg
svæöi í Norðvestur-Evrópu
svo sem Noröusjóinn,
norsku, dönsku, hollensku,
írsku og frönsku ströndina.
Allmörg hafnarkort eru einnig
tilbúin.
Kerfið samanstendur af
tölvu, diskadrifi, lyklaboröi,
einlita skjá og valtakka fyrir
kort og upplýsingainnsetn-
ing/útþurkun með Ijósa-
penna. Valinn var IBM vél-
búnaður. Kortið sem birtist á
skjánum er m.a. búið þeim
eiginleikum að skipstjórinn
getur búiö til sinn eigin korta-
gagnagrunn, sem er þá ein-
stakar stefnur í kortinu ásamt
vegalengdum. Hann getur og
sett inn flök og aörar festur á
viðeigandi stööum og margs-
konar aðrar upplýsingar sem
honum finnast máli skipta.
Skipstjórinn getur einnig val-
ið þaö kortaform sem hentar
honum hverju sinni svo sem
landfræðilegt kort, kort með
hýperbólu-staöarlinum (lor-
an, decca eöa omega), kort
þar sem skipið er miðpunkt-
ur, og kort þar sem einhver
valinn punktur er miðpunktur
þess. Velja má kort i mæli-
kvarðanum 1:2000 til 1:1 000
000 og á kortin má setja
lengdar- og breiddarbauga
eftir þörfum, leiðarpunkta
(waypoints), síðustu staðar-
ákvörðun á hverjum tíma og
frávik frá stefnu.
Að sögn framleiðanda er
mjög auðvelt fyrir skipstjóra
aö bæta við upplýsingum eða
þurka þær út án þess að upp-
haflega kortið breytist. Sagt
er að auövelt sé þess vegna
að færa inn leiðréttingar til
sjófarenda eða þurka þær út
sem ekki eiga lengur við. Til
aö kortin verði sem áreiðan-
legust eru gerðar miklar kröf-
ur til vél- og hugbúnaðar.
Fiskikort þetta er þegar kom-
iö í hollenskan fiskibát.