Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Síða 238
Stefán Sturla
skrifar
238 VÍKINGUR
Hér oé nú
Hvað er grimmd?
Já hugleiðingin um lífið eftir
kjarnorkustrið er mörgum
hugleikiö og þar af leiðandi
sést það efni oft á videospól-
um. Oftast eru þetta myndir i
B og C gæðaflokki. Þessi er
ein þeirra. Höfundur handrits,
sem jafnframt er leikstjóri, er
með margar skemmtilegar
hugmyndir, skemmtilegar
segi ég vegna þess að mynd-
in er á léttu nótunum. Það
sem mér leiðist mest i þess-
um myndum er að þær eru
yfirleitt aldrei trúar efninu eða
efnismeðferðinni. Ef við tök-
um þessa sem dæmi þá velur
höfundur þá klassisku leið, i
þessari gerð mynda að konur
eru vitsmunaverur en karlar
vinnudýr. Andhverfa nútim-
ans gæti einhver sagt og
sennilega eina ástæöan til
þess að þetta er leiðin sem
valin er. Eins og ég sagði
áður er þessi mynd á léttu
nótunum. En þar ristir hún
afar grunnt eins og i flestu.
Mannfólkiö er afar fáfrótt og
þó sérstaklega karlmennirnir.
Það útaf fyrir sig er ekki frá-
leitt og hefur oft nýst sem
gott veganesti i gamanmynd.
En ef farið er aö ýkja og leika
heimskan mann heimskan,
heimskunnar vegna þá verö-
ur leikurinn sjaldnast fyndinn.
Sem ævintýramynd stendur
hún ekki heldur, það vantar
spennuna og sennilega
skemmir lélegur leikur allra
karlmanna í myndinni fyrir
þeim ævintýraljóma sem
reynt er að ná fram. Sem sagt
ekki spennumynd, ekki eða
varla ævintýramynd og léleg
gamanmynd. En þar er mikið
af fallegu kvennfólki. Greini-
legt er eftir þessari mynd að
dæma að ekkert offituvanda-
mál verður árið 3000.
Ulzana“s raid.
Leikstjóri:
Robert Aldrich.
Aöalhlutverk:
Burt Lancaster,
Bruce Davidson.
Indíánamynd.
Sýningartími:96 mín.
islenskurtexti.
★ ★
Hvers vegna
grimmd?
Ulzana“s raid, sem er
indiánamynd, og America
3000 eiga það sameiginlegt
að fjalla um grimmdina, þó á
ólýkan hátt. U.R. gerist um
1870 og fjallar um Apache
indiánahóp sem fer út af
verndarsvæði sinu, sem
stjórn Bandarikjanna úthlut-
aði þeim af mikilli gæsku. En
hvers vegna voru Apache
indiánar svona grimmir? I
þessari mynd er þeirri spurn-
ingu svaraö. Á skerminum
sjáum við aldrei hin hrotta-
legu morð og ódæöisverk
indiánanna heldur aöeins
afleiðingar þeirra. Við kynn-
umst siðfræði Apache
indiána sem hviti maðurinn
reyndi aldrei að skilja öðru-
Myndbönd
America 3000.
Handrit og leikstjórn:
David Engilback
Aöalhlutverk:
Laurene Landon,
Chuck Wagner
Striös- gamanmynd?
Sýningartimi:89 min.
Islenskur texti.
i
visi en út frá sinum eigin lifn-
aöarháttum. Indiánar skildu
ekki að þeir voru i striði við
hvíta kynstofninn i heild fyrr
en um seinan, þá var stríðinu
tapað.
Þessi mynd er óvenjuleg
að þvi leyti aö hún tekur ekki
afstöðu með eða á móti
morðóða bandariskaherliðinu
eða morðóðum Apache indí-
ánum heldur lætur áhorfand-
anum þaö eftir að dæma hver
vondi maöurinn er. Á stöku
stað verður hún full róleg en
undirtónninn helst allan tim-
ann. Listrænir þættir, svo
sem leikur, kvikmyndataka
og annað sem fylgir gerö allra
kvikmynda var i þeim gæða-
flokki sem flestar svona
myndir eru gerðar eftir.
Eina leiðin til að sigra
Apache er útsjónarsemi og
kænska. Fyrir vestra aðdá-
endur er þetta góð mynd.