Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 5
RITSTJORNARGREIN Þann 1. des. varð verulegur ágreiningur í ráð- gjafarnefnd um stjórnun fiskveiða. Þar lögðu full- trúar sjómanna þeir Óskar Vigfússon og undirrit- aður fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar sjómanna í Rádgjafarnefnd um mót- un fiskveiðistefnu gera eftirfarandi fyrirvara við 4. málsgrein 5. greinar í frumvarpi um stjórnun fiskveiða 1988 -1991. Álagið sem ráðgert er að taka upp á fersk- fiskútflutning er byggt á alröngum forsend- um, með þessari tillögu er verið að refsa þeim aðilum að sjávarútvegi, bæði fiskvinnslu og útgerð, sem staðið hafa að ferskfiskútflutn- ingi á eðlilegan og hagkvæman hátt fyrir aðila málsins og þar með aukinn þjóðarhag. Ósamræmi er í skerðingunni milli fersk- fisks sem fluttur er út í gámum og með fiski- skipum. Vigtarákvæði innanlands áður en sett er í gáma er svo til óframkvæmanlegt og krefst ráðningar fjölda nýrra löggiltra vigtarmanna. Með þvíað lögleiða þessi ákvæði er verið að refsa fjöldanum, sem staðið hefurrétt að mál- um við ferskfiskútflutning, en í því sambandi hefur einungis verið bent á mistök manna sem ekki ná hálfum tug. Einnig gerði undirritaður grein fyrir því að inn í frumvarpsdrögin vantaði ákvæði um að sóknar- marksskip mættu færa til sín afla með óbreyttum sóknardögum, sem breytti ekki stöðu þeirra í afla- heimildum næsta ár á eftir. Einnig að sóknar- marksskip mættu færa frá sérafsinni eiginn afla- reynslu, enda færðist viðkomandi þá yfir á afla- mark. Þá var einnig bent á að athuga vel hvort ekki ætti að beita eingöngu sóknartakmörkunum á úthafsrækjuveiðum og stöðva fjölgun skipa í þeim. Um þessi atriði var samstaða á 33. þingi FFSÍ og þau voru líka að hluta samþykkt á Fiski- þingi og hjá LÍÚ. í þessum tillögum er ekki verið að leggja til neina aflaaukningu heldur er aðeins lagt til að þær veiðiheimildir sem skipin hafa nýtist sem best. Það má furðulegt heita að þeir sem mest róma að hagkvæmni hafi orðið afkvótakerf- inu skuli ekki vilja stuðla að auknu frjálsræði og hagkvæmni í þessum reglugerða- og lagabálki sem nú ræður athöfnum manna við fisksveiðar. Nýlega er lokið 33. þingi FFSÍ þar sem voru að venju mörg mál til umfjöllunar. Um frjálst fiskverð, sem reyndar er ekki lengurfrjálst, urðu talsverðar umræður. Þar kom fram að yfirmenn voru al- mennt sammála um að fiskverð hefði átt að vera frjálst til reynslu í að minnsta kosti eitt ár til þess að raunhæf mynd hefði fengist aföllum árstímum og öllum útgerðarháttum. Sú skammsýni fisk- vinnsluaðila innan LÍÚ að hafna frjálsu fiskverði er með ólíkindum, sérstaklega eftir að LÍÚ hafði þó haft forystu í málinu ásamt fulltrúum sjó- manna. Að öðru leyti finnst mér alveg Ijóst að við förum aldrei aftur til baka til þess tíma þegar fiskverð var bundið og ákveðið af verðlagsráði sjávarútvegsins og þótti hinn eini gildi sannleikur. Frjálsir fiskmarkaðir munu starfa áfram og hlut- deild þess fiskmagns sem í gegnum þá fer mun aukast í framtíðinni. Hvað sem afturhaldsmenn og þröngsýnt úrtölufólk segir, þá mun næsti ára- tugur verða sá tími þar sem frjálst fiskverð verður í gildi. Menn geta haldið áfram að lifa í gamla tím- anum, en þeir munu líka hverfa sína leið svo sem allir aðrir. Það mun enginn stöðva þá íþví að hafa sína skoðun með í ferðina yfirum. Um þessar mundir eru settar fram þær hug- myndir af forystumönnum farmskipaútgerðar að auðvelt sé að manna kaupskipaflotann með ská- eygðum smávöxnum mönnum sem sætti sig við mun lægri laun en íslenskir sjómenn á farskip- um. Þetta kann að vera rétt og hagkvæmt, en skyldi ekki vera til í dæminu að þeirgulu væru líka til í að vinna önnur störf í þessu þjóðfélagi fyrir lægri laun en nú eru greidd íslensku fólki? Ég er hand viss um að efþessi þróun heldur áfram sem horfir þá verður ekki staðar numið við farskipin ein og sér. Stjórnvöld þessa lands verða að gera sér grein fyrir því að hér er um knýjandi stefnumörkun að ræða sem sett getur af stað þá þróun að ekki verði lengur ein þjóð í þessu landi. Við íslendingar erum aðeins 250 þúsund og margar Asíuþjóðir væru áfjáðarí að koma upp starfsþjálfun fyrir þúsundir sinna þegna efstjórn- völd þeirra sæju sér fært að koma þeim í vinnu hjá öðrum þjóðum. Stefna margra Asíuþjóða ersú að útflutningur fólks sé æskilegur og auki áhrifþess heimshluta í atvinnulífi og verslun í öðrum lönd- um. Japanireru fremstir þjóða á þessu sviði. Þeir eru komnir það langt að þeir eru farnir að kaupa skuldir annarra þjóða með afföllum. Hvað hefði skeð ef þeim hefði dottið í hug að kaupa t.d. Hafskip? Málið er ekki einangrað við íslenska farmenn, hér er um stórpólitískt mál að ræða og ég vara alvarlega við því að við stígum þar svo mikið sem eitt skref, það gæti orðið öllum til I ógæfu. Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ Að framtíð skal hyggja. VÍKINGUR 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.