Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Qupperneq 12
Sigldum heim ... hendi og ég var fenginn í stað- inn fyrir hann. Síðar reri ég með mörgum gömlum og góðum mönnum frá Garðinum. Þar á meðal var faðir minn Gísli Árni, sem var skipstjóri þar syðra. Þessir menn voru einstakir og kenndu mér margt. Þeir voru mínir bestu kennarar. Ég fór síðan fyrstu ferðina sem skip- stjóri 16 ára gamall. Það var Árni Boga sem bað mig um að fara með bátinn fyrir sig, því hann þurfti að snúast í öðru þann dag.“ síld, þótt hún æði ekki, en fram til þessa höfðu menn aðeins kastað á síldina þegar hún óð. Eggert notaði dýptarmælinn til að finna síldina. Þegar það tókst kastaði hann nótinni eftir skrúfuvatninu. „Þetta gekk illa til að byrja með en karlarnir mínir sýndu mér mikið langlundargeð. Ég kastaði aftur og aftur og þetta var erfitt fyrir þá. Ég er ekki frá því aö þeir hafi haldið um tíma að ég væri að ruglast. En svo fór þetta að ganga betur og Aflaklærnar og bræð- urnir Eggert og Þor- steinn Gíslasynir um borð í Gísla Árna. 12 VÍKINGUR — Og hvernig gekk? „Ég veiddi ekkert verr en hin- ir. Þetta varð upphafið að mín- um skipstjóraferli, fyrstu árin á opnum bátum eða trillum, en síðan komu stærri skip.“ Eggert varð landsfrægur afla- maður eftir að hann tók við Víði árið 1951. Síðan kom Víðir II. 1954, en það var 56 tonna tré- bátur smíðaður í Hafnarfirði. Það var á þessum fræga bát sem Eggert reyndi að veiða síld sem ekki óð. Hann segir að menn hafi vitað að nóg væri af bera árangur. Síðar komu svo astek-tækin og þróunin hélt áfram og við stöndum upþi í dag með hin fullkomnu fiskileit- artæki. Ég náði fljótt góðum tökum á þessum tækjum, allt frá dýptarmælinum og uppí nú- tímatækin.““ — Náðirðu strax tökum á þessum fiskileitartækjum? „Já, alveg eins og skot. Mér þótti strax mikill fengur að því að fá fiskileitartækin. Til að byrja með var það astek-tækið eins og ég sagði áðan. Það var í raun ekkert annað en ný út- færsla af dýptarmæli. Tækið sendi láréttan geisla með 5 gráða halla og var skipt á milli botnstykkja með rofa. Þegar ég var við að smíða Víði II. í Hafn- arfirði var ég alveg búinn að gera mér grein fyrir hvernig hægt væri að vinna með þessu tæki. Maður vissi hvað nótin var löng, hvert þvermál torf- unnar var og hvernig hún ætti að vera staðsett í nótinni. Hvað fjarlægðin ætti að vera mikil frá henni svo að hringurinn pass- aði. Ég teiknaði þetta allt upp og skoðaði vel og síðan gekk dæmið 100% upp þegar við fórum að reyna þetta við veið- arnar. í raun var þetta ekki fiski- leitartæki, heldur vinnutæki til að kasta með. Ég notaði svo vísbendingar frá náttúrunni til að finna síldina og þá var það aðallega fuglinn. Mínir fuglar voru múkkinn, gargandi kríur og óðinshanar og sveimandi svartbakur hátt í lofti. Þetta voru síldarfuglarnir mínir. Svo voru aðrir fuglar sem ekki voru síldarfuglar, svo sem rita og svartfugl. Þeir sækja í sandsíli. Ég var einu sinni í vari inná Þistilfirði á síldarárunum. Aðrir bátar höfðu farið inn. Það var sunnanrok og við létum reka inná firðinum. Ég var syfjaður og þreyttur og lagði mig. Um kvöldið dúraði hann og mér sýndist sem það gæti orðið veiðiveður og vissi af síld inná firðinum. Við lónuðum inn fjörð- inn austanverðan. Milli klukkan eitt og tvö um nóttina sá ég gargandi kríur rétt framundan og skellti niður astekinu og skoðaði undir þar sem kríurnar sveimuðu yfir. Þarna var þá stærðar síldartorfa. Við köstuð- um og fengum 600 tunnur. Við vorum rétt búnir að tæma nót- ina þegar hann rauk upp aftur. Það hafði að vísu tæplega verið vinnuveður, en ég hafði það öðru vísi en aðrir við svona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.