Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 24
MýJUMGAR
TÆKMI
Umsjón:
Björgvin Þór
Jóhannsson
Benedikt H.
Alfonsson
Mynd nr. 1
Vökvadrif fyrir ásrafal
Raforkuframleiðsla í íslensk-
um skipum er f ramkvæmd með
sjálfstæðum dísilrafstöðvum
eða með því að tengja rafala
við úttak á gír aðalvélar. Hér
eftir verður þessi rafall kallaður
ásrafall. Þegar síðarnefnda að-
ferðin er notuð er nægilegt að
hafa eina dísilrafstöð um borð,
sem er þá í viðbragðsstöðu, en
annars kveða flokkunarfélögin
á um að þær eigi að vera tvær.
Það má benda á í þessu sam-
bandi að í stórum erlendum
olíu-og vöruflutningaskipum er
algengt að láta eimtúrbínu,
sem fær eim frá afgaskatli, sjá
um raforkurþörfina á siglingu.
Kostirnir við að nota ásrafala
eru að eldsneytis- og smurolíu-
notkun á hverja framleidda raf-
magnsafleiningu getur orðið
minni, ef rétt er að málum stað-
ið, auk þess sem aðalvél gefur
oft möguleika á notkun ódýrara
eldsneytis, þ.e. svartolíu. Einn-
ig má sýna fram á að aukið slit
aðalvélar vegna reksturs ásraf-
als sé óverulegt og benda má á
að eftihitsstarf í vélarrúminu
minnkar sökum minni keyrslu á
dísilrafstöð.
Ókosturinn við notkun ásraf-
als er sá að hann bindur snún-
ingshraða aðalvélar og skrúfu,
vegna þess að tíðni rið-
straumsins er háð snúnings-
230 öhö
hraðanum, en tíðnin má aðeins
breytast á mjög þröngu sviði.
Samkvæmt reglum flokkunar-
félaganna er varanlegt há-
marksfrávik frá normaltíðni +/-
5%. Til að sýna þetta nokkru
nánar er hér notast við línurit
sem sýnir niðurstöður úr mjög
merkum rannsóknum sem
tæknimenn Fiskifélags íslands
stóðu að og hefur áður birst í
tímaritinu Ægi. Línuritið á mynd
nr. 1 sýnir samhengið á milli
snúningshraða, þvermáls
skrúfu, skurðarhlutfalls og afl-
framleiðslu aðalvélar þegar
miðað er við spyrnuna 12000
kp við tog.
Línuritið gildir fyrir togara
með skiptiskrúfu og skrúfu-
hring. Ef gengið er út frá þeirri
forsendu að þvermál skrúfunn-
ar sé 2,5 m og hinn fasti snún-
ingshraði á skrúfuás, sem
passar fyrir tíðnina, sé 270 sn/
mín, þá sést að skurðhlutfall
skrúfunnar þarf að vera 0,5 og
aflframleiðsla aðalvélar nálægt
830 hö. Sé hinsvegar skrúfan
höfð á skurðhlutfallinu 0,8 og
snúningshraði hennar hafður á
200 sn/mín þarf aðeins tæþ
730 hö til að ná sömu aðstæð-
um við tog. Hið síðarnefnda er
því aðeins hægt að fram-
kvæma að ásrafall sé ekki nýtt-
CALLESEN DIESEL
UTGERÐARMENN
Hofur þú sem útgeröarmaóur efnl á aö
kaupa aðalvél f sklp án undangenglnnar
athugunnar á eftlrfarandl atrlöum hjá vélar-
seljendum eða notendum.
1. Brennsluollunotk-
un pr. hestorku-
tima
2. Smuroliunotkun
3. Bilanatiönl
4. Varahlutaiager
5. Þjðnusta
6. Verð mlðað við
hostöfl
Vlö vonum að vlð
heyrum f tá þér ol þlg
vantar þessar
upplýslngar eða
hallr samþand vlð
einhvern þelrra sem
oni með CALLESEN
aðalvél.
I gamla sklplð eöa
nýamlðl —
CALLESEN
Kynnist
kostum
Callesen
andri hf.
UMBOÐS OO HlfLDVEHZLUN
AmMMlM, MMMH11U
Simj. 130««. RWk.