Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Side 34
TÆKMI NyJUMGAR 34 VÍKINGUR einni bylgjulengd fer nú sjálf- krafa sem grunnur í reiknimód- el stilliforritsins þar sem ný P, I og D gildi eru reiknuð út og sett, á sjálfvirkan hátt, inn á stillinn. Með þessu móti má oft spara mjög tímafreka vinnu. Við hægfara ferli getur stillirinn þ. .rft aþ starfa allt að 32 klukku- stundir við þessa forinnstill- ingu. Framleiðandi tekur það fram aö ekki sé rétt aö nota þennan sjálfvirka innstillibúnað á stillikerfi sem starfa með mjög löngum dátíma (dead- time). Framleiðandi bendir enn- fremur á að best sé að stillibún- aðurinn starfi við álag sem ligg- ur sem næst algengasta álagi meðan stillirinn vinnur að for- innstillingu. Nú getur komið upp sú staða að bæði tímastuðlar og dátímar stillikerfisins séu breytilegir með álaginu, eins og algengt er í hitakerfum vegna mismun- andi massastreymis. Sagt er um slík kerfi að þau séu ólínu- leg. Stillirinn er fær um að mæta þessu atriði með því að finna þrjár mismunandi, P, I og D innstillingar, sem passa fyrir þrjú mismunandi álagsstig og skiptir stillirinn sjálfkrafa á milli þeirra þegar farið er frá einu álagsstigi yfir á annað. Mynd nr. 4 sýnir mælingu á stýristærð sem notuð er til að skipta á milli hinna mismunandi P, I og D gildi. Mynd nr. 5 sýnir dæmi um ólínulegt ferli og skrá yfir sam- hengi álags og mismunandi P, I og D gildi. Fleiri framleiöendur en sá sem hér um ræðir bjóða upp á svipaða möguleika á stillum. Á siðastliðnum árum, og nú sem stendur, hafa átt sér stað miklar framkvæmdir í hitaveitu- málum. Auk þess hafa verið gerðar miklar endurbætur á sumum fiskimjölsverksmiðjum og einnig er verið að skipu- leggja talsverðar endurbætur á stjórnbúnaði Áburðarverk- smiðju Ríkisins. í öllum þeim tilvikum sem hér voru nefnd koma stillar og stillibúnaður mjög við sögu. GS ref Mynd 5 Vinnugalli sem flýtur Sjóklæðagerðin h.f. í Reykjavík hefur nú sett á markað nýja gerð vinnugalla sem fljóta og eru að sögn framleiðenda þjálir til vinnu. Gallar þessir bera nafniö Mullion-66°N og er ytra byrði úr neoprenenælonefni með vatnsheldishúðun. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða öryggi er í því fólgið að sjómenn séu í flotgöllum við vinnu sína um borð. Helsti vandi sem við er að glíma er að flestir eru gallarnir óþjálir til vinnu ef þeir eiga að koma að gagni sem björgunargallar. Mullion-flotgallinn þarf enga sérstaka umhiröu utan þess að þvo má hann annað slagið úr volgu sápuvatni. Olíu- og máln- ingarslettur má fjarlægja með venjulegum hreinsiefnum. Ef gat kemur á gallann er nóg að líma bót yfir gatið. En þótt gat komi á hann hefur það engin áhrif á flothæfni hans. Flotheld- isbúningar eins og Mullion-flot- gallinn byggjast á sömu fors- endum og blautbúningar kaf- ara að því leyti að vatn sem í þá kemst hitnar af líkamshitanum. Framleiðendur mæla með því að þeir sem lenda í sjónum eða öðru volki í Mullion-66°N vinnugallanum fari ekki úr hon- um fyrr en þeir komast í heita sturtu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.