Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 40
Smásaáa Þá loks birtist fölur karl í vigtarskúrnum, band- aði hendi og opnaði glugga: „ Vertu ekki með þessi læti drengur". Þorgeir skrúfaði niður rúðuna farþegamegin og kallaði, mannalega, eins og hann væri að hefna sín: „Á ég að hanga hér í alla nótt?". Karlinn byrjaði að færa lóð á langri stöng. Það hlakkaðiíhonum, kannski varhann að hugsa upp eitthvað gott orðskot. Því öllum þótti gaman að stríða Þorgeiri. Erlendur lá á hnjánum yfir vélinni og blés í olíuslöngu. En hún virtist ekki stífluð, hann fékk bara olíu upp í sig. Hann skellti slöngunni á sinn stað og festi klemmuna með skiptilykli. Síðan stóð hann upp, stöðugt skyrpandi út úr sér, og byrjaði að hamast á svissinum. En díselmótorinn rumskaði ekki. Það kom ekki einu sinni reykur út um pústið. Það gusaðist upp íbátinn þegar stórar öldurnar komu brunandi á hlið á bátinn. Erlendur vissi að hann var kominn upp á grynningar því aldan reis hærra og hærra. SjórIbotnibátsins skvettist fram og aftur og það sauð í, er vélin blotnaði. Hvað gat verið að helvítis vélinni? Erlendur heyrði í öldum sem brotnuðu á boðunum skammt frá, skugga- lega nálægt. Með grátsvein íkverkunum hamað- ist Erlendur á startaranum. Þá tók bátinn niðri með miklu brambolti og hræðilega sáru höggi. Erlendur kastaðist til, gremja og vonska yfirunnu allan ótta. Stór hvít alda fylgdi í kjölfarið. Þorgeir kveikti á útvarpinu í vörubílnum en upp spruttu sinfóníur svo hann slökkti með sama handtaki. Það var örlítið skárra þegar stytti upp svona inn á milli. Þá varð honum litið út um hliðarrúðuna og allt í einu sá hann rauðan bjarma hátt uppi, hinum megin við verbúðirna. Það var raketta og rauð sól sveif tiljarðar. Þorgeir vissi að þetta var neyðar- blys. Vindurinn bar sólina utan af firðinum. Hann skrúfaði niður rúðuna til að geta séð þetta betur og ein síðbúin snjóflyksa fauk íandlit hans. Þorgeir sá rauða sólina dingla neðan í fallhlif- inni og hún barst inn yfir land. Hann fékk ónota- lega tilfinningu. Einhvers staðar við Akurey hafði neyðarrakettu verið skotið upp. Önnur snjóflyksa lenti í auga hans og kældi það óþægilega. „Áfram með þig, hvað eru að hugsa", öskraði vigtarmaðurínn út um gluggann. Þorgeir hrökk íkút, greip ísturtuhandfangíð og gaf í botn. „Nei, nei, hvað ertu að gera", öskraði vigtar- karlinn og fórnaði höndum. Þorgeir var alveg utan við sig. Upp í himninum var neyðarljós. Hann flýtti sér að fella pallinn og reka í gír. Bíllinn hikstaði af stað og fiskslatti hrundi í götuna. „Andskotans klaufabárður", kallaði vigtarmað- urínn og hlakkaði til að geta sagt frá þessu. Þorgeir opnaði glerhurðina á stóru húsi Slysa- varnafélags íslands. Hann kom inn ílítið herbergí þar sem allt var fullt af stórum radíótalstöðvum. Þar sat maður með feitt hár og hafði hallað sér aftur í gamlan tré stól, fætur hans voru uppi á borði og hann hafði mikrafón í hendi, eins og Þorgeir værí að trufla samtal. „Hvað get ég gert fyrír þig?", sagði maðurinn, snöggt. „Ég held ég hafi séð neyðarblys", sagði Þor- geir og reyndi að þurrka storknað slor af höndun- um í buxurnar. „Já, þú heldur að þú hafir séð neyðarblys", sagði maðurínn og ruggaði sér ístólnum. „Já", sagði Þorgeir, og vissi að nú myndi hann fara að stama. Maðurínn horfði á Þorgeir. „Og hvernig neyðarblys?". Og nú byrjaði Þorgeir að stama. Það skeði alltaf ef hann talaði við svona menn sem reyndu að sýnast miklu stærrí en aðrír. Því þá óttaðist hann um sitt eigið sjálfstæði. Honum hafði alltaf verið strítt i skóla og þá stamaði hann enn þá meira. Þess vegna varð skólaganga hans minni en annarra. Og alltafhafði hann lent ískítverkun- um; sópa gólf og fara út með rusl. Því var vörubíll- inn honum allt. „Það var svona rauð sól ífallhlífsem kom utan af hafi, í átt frá Akurey".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.