Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 59
Nei, nei, svaraöi Pétur aö bragði; Við erum alltaf að fá páfa, en þú ert fyrsti lögfræó- ingurinn. Stebbi var búinn aö vera á sjónum lengur en allir mundu. Geröi ekkert annað en að stíga ölduna á landi og undi sér illa nema um borö. Átti þó konu og börn. Þegar elsta dóttirin átti sitt fyrsta barn, ungan svein, vildi hún endilega skíra í höfuðiö á Stebba og í takt við tíðarand- ann láta afa halda nafna sínum undir skírn. Stebbi gengur að skírnar- sánum eftir bendingu með- hjálpara, en eitthvað var hann nú vanari trollvírum og netum, því prestur kemur einhvern veginn hvergi höndum að kolli hvítvoðungsins. Stebba var allt umhendis og barnið sneri öfugt og hvað eina. Verður úr þessu fálm og vandræðagangur og prestur farinn að byrsta sig við redding- arnar. Allt þar til skipsfélagi Stebba kallar til hans af kirkjubekk; Stebbi, snúðu stefninu upp í hávaðann! Þá gekk allt sem í sögu. Trúarráðstefna mikil var haldin í Sviss. Komu þar menn víða að, rabbínar frá ísrael, ka- þólikkar og mótmælendur víða að og fleiri og fleiri. Var setið á rökstólum í nokkra daga og varð þar vel til vina tveimur mótmælendaprestum svissn- eskum og rabbína frá ísrael. Eftir ráðstefnuna bjóða þeir innfæddu þessum nýja vini sfn- um með sér að renna fyrir sil- ung í fögru fjallavatni á heið- skírum degi. Þeir voru á bát skammt frá landi og svo fer, að annar prestanna festir færið í botni. Hafði hann engin orð um það, en gekk á vatninu að þeim stað og losaði. Settist svo aftur á þóftuna og hélt áfram að renna fyrir silunginn. Rabbíninn glennti upp aug- un, sagðiþó ekkert, en auðsjá- anlega mjög hlssa, því ekki er það Gyðingatrúnni samkvæmt að viðurkenna Jesúm sem Krist og frelsara. Festir nú hinn presturinn ekki fjarri þeim sama stað og áður. Hann stendur líka upp úr bátn- um, gengur á vatninu og losar færið. Enn sagði rabbíninn ekk- ert, en hissa var hann og það mjög. Nú festir raþbíninn og býr sig undir að gera sem hinir. Stfgur út fyrir borðstokkinn og hverfur á bólakaf í ískalt vatnið. Um lelð og hann hverfur und- ir yfirborðið súpandi hveljur sem aðrir dauðlegir menn, seg- ir annar presturinn við hinn: Æ, við hefðum átt að segja honum frá steinunum, sem við stígum alltaf á! Það var verið að jarða í gamla kirkjugarðinum við Suð- urgötu í Reykjavík alveg úti við háan steinvegginn. í miðri athöfn heyrðist hátt og hressilegt bölv og ragn handan veggjar, sem yfirgnæfði hina geistlegu samkomu syrgjandi fólks. Prestur geröi því hlé á at- höfninni, gekk að veggnum, steig upp á bekkinn og sá þá mann undir veggnum hinum megin að sveifa bíl í gang. Gekk það illa og honum því heitt í hamsi. Prestur ávarpar manninn, sem bregður að sjá skrýddar herðarnar á presti þar upp fyrir vegginn. Við erum að jarða hérna megin veggjar og líkar illa munnsöfnuðurinn og tungutak- ið, segir prestur. Ég ætti kannski að biðja Guð almáttugan um að bílskrattinn fari í gang, svarar hinn að bragði. Ja, hv( ekki?, spyr prestur. Jæja þá, góði Guð, ég bið í auðmýkt að bíllinn minn fari í gang, hreytti hinn út úr sér. Og viti menn, bíllinn í gang á kvartsnúning. Þá gall í presti: Ja, hvur and- skotinn! Einu sinni í sjávarplássi var meðhjálpari að afskrýða prest- inn sinn eftir messuhaldið. Jæja, séra minn, þá er nú sjómannadagurinn næsta sunnudag. Hver fjárinn, svaraði prestur óðamála, þá hef ég gleymt hvítasunnunni! Biskupinn og leikkonan Prestur í skrúða var á leið til messu og kom að börnum í drullumalli. Jæja börnin mín, hvað eruð þið að búa til? Þeim brá, er þau sjá þrestinn skrýddan standa þar breiðan. Við erum að búa til kirkju. Ætlið þið þá ekki að búa til prest líka? Nei, við höfum ekki nógu mikla drullu! VÍKINGUR 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.