Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 74
Ráðherra ■ ■ ■ Séð yfir þingsalinn. Þiö hafiö lagt mikiö af mörkum á undanförnum áratugum til að ná samstööu í ýmsum hags- munamálum. 74 VÍKINGUR þá eru aö sjálfsögöu mörg önn- ur mál sem þarf að huga að en tengjast þó fiskveiðistefnunni með einum eða öðrum hætti. Ýmis framfaramál, sem sjó- menn hafa barist fyrir og komið í framkvæmd á undanförnum árum, má rekja til þess að náðst hefur samstaða um stjórnun fiskveiða. Það hefur verið hægt að bæta kjörin, koma á mannsæmandi lífeyris- réttindum og svo mætti lengi telja. Öryggismál sjómanna eru sífellt umfjöllunarefni sem eru samtvinnuð mörgum mál- um. Ekki fer hjá því að það skipti miklu máli í því sambandi að atvinnuvegurinn sem heild búi við öryggi og skipin viti við hverju þau mega búast. Ef það er ekki vitað er meiri hætta á ógætni og meiri hamagangi við veiðarnar sem vissulega eykur líkurnar á slysum. Fiskveiði- stefnan tengist því mörgum öðrum framfaramálum sjó- manna með ýmsum hætti. Aö lokum vil ég minnast á eitt mál á þessum vettvangi og það er svokallað hvalamál. Það hefur mörgum þótt við í Sjávar- útvegsráðuneytinu eyða mikl- um tíma í þetta mál. Það verður að sjálfsögðu að skoðast í samhengi við önnur málefni sjávarútvegsins. Ég vil nefna sem dæmi að Norðmenn hafa nýlega slegið því fram að hver hrefna éti 40 tonn af fiski á ári hverju. Það er áætlað að það séu 10 til 15 þúsund hrefnur hér við land, þannig að hver þeirra taki heldur meira að meðaltali en þeir smábátar sem fiska hér, svo ekki sé meira sagt. Ef við ætlum algjörlega að gleyma þessum þætti og eingöngu að fjalla um það hvað hver smá- bátur má veiða og hvað hver togari og fiskiskip má veiða, þá mun illa fyrir okkur fara. Það mun enda með því þegar fram líða stundir, að þessar skepnur ná yfirhöndinni, þó að vonandi sé langt í það. Þetta er að sjálf- sögðu grundvallaratriði í því umhverfi sem við lifum í. Ætli það skipti nú ekki nokkuð miklu máli að menn reyni að koma öðrum þjóðum í skilning um þessi atriði. Það er gagnrýnt að þessu máli skuli vera blandað saman við öryggishagsmuni þjóðarinnar. Það er ekki nóg að vera sammála um hættuna í austri í sambandi við öryggis- mál og vera vel á vakt gagnvart þeirri hættu. Ég vil ekki gera lítið úr því, en ef bandamenn okkar í austri, vestri og suðri skilja þaö ekki á hverju við lifum hér og á hverju okkar öryggi byggist, er til lítils aö vera í sam- starfi við þá um önnur öryggis- mál. Ef þeir eru t.d. tilbúnirtil að pumpa eitri frá Skotlandi í hafið umhverfis landið án þess að hika við það og ef þeir eru ekki tilbúnir til að skilja það að við 33. þing þurfum að halda jafnvægi í okk- ar náttúru, þá gagnar ekki ör- yggissamstarf á öðrum sviðum þegar til lengri tíma er litið. Þetta er einfalt í mínum huga og þess vegna verðum við að vekja athygli þeirra á þessum grundvallaratriðum. Farmanna- og fiskimanna- sambandið varð 50 ára fyrr á þessu ári. Ég var viðstaddur af- mælið og það var ánægjulegt að sjá hvernig þess var minnst og þar kom rækilega fram hvaða spor þessi ágætu sam- tök hafa markað í okkar sögu og framförum þjóðarinnar. Við þurfum á því að halda að standa saman í þessu landi, bæði inn á við og út á við og þaö hefur verið okkar gæfa á undanförnum áratugum að okkur hefur tekist að standa saman út á við í ýmsum fram- faramálum og við höfum einnig staðið saman inn á við. Það reynir e.t.v. nokkuð meira á okkurnú innáviðhelduren útá við og það er alltaf hætt við því þegar mikil átök verða um skiptingu auðlinda, að það bresti í ýmsum böndum. Það má ekki gerast. í því sambandi eru samtök eins og ykkar hvað þýðingarmest. Þið hafið lagt mikið af mörkum á undanförn- um áratugum til að ná þessari samstöðu í ýmsum hagsmuna- málum. Ég vil að lokum þakka ágætt samstarf við Farmanna- og fiskimannasambandið á und- anförnum árum, sérstaklega við forystumenn þess. Það hef- ur verið með miklum ágætum og hreinskilni ríkt í öllum sam- skiptum. Ég vil óska þinginu og sam- bandinu alls hins besta í störf- um og ég veit það að héðan munu koma margar ályktanir og samþykktir sem munu skipta miklu máli fyrirframfara- mál sjómanna og þar með þjóðarinnar allrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.