Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 76

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 76
Málefni loftskeytamanna Reynir Björnsson Formaður Félags íslenskra lofskeytamanna Hver annast viöhald tækja þegar loftskeyta- menn eru farnir í land. Ég vil reyna að gera hér grein fyrir hvernig málefnum loft- skeytamanna er nú komið. Síðan síðasta þing var haldiö hafa orðið miklar breytingar á stöðu loftskeytamanna. Með reglugerðarbreytingu frá 3. desember 1985 er tók gildi 1. janúar 1986, var gerð sú breyt- ing að á fiskiskipum 75 m að skrásetningarlengd og lengri ættu að vera loftskeytamenn, en var áður að loftskeytamenn skyldu vera á skuttogurum 500 brl. og stærri. Þetta þýddi það að loftskeytamenn voru teknir af togurunum í ársbyrjun 1986. Þeir loftskeytamenn er þess óskuðu gátu sótt námskeið er haldið var í Iðnskólanum og hjá Pósti og síma í rafeindatækni og stóð yfir í rúma 4 mánuði. Þátttakendur voru 12, þar af 5 af togurunum. Togaraútgerð- irnar greiddu þeim kaup í 3 mánuði án vinnuskyldu. Næsta skarð sem höggvið var í stétt okkar loftskeytamanna var þegar loftskeytamenn voru teknir af varðskipunum um síð- ustu áramót. Þeir starfa nú á stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar á 24 klst. vöktum. Þarna þurfti þó enga reglugerðar- breytingu, því þrátt fyrir mikla baráttu fulltrúa FÍL í þeirri nefnd er samdi síðustu reglugerð um radíóbúnað og fjarskipti á skip- um, og áður, var ekki kveðið á um hvort loftskeytamenn ættu að vera á varðskipum eða ekki og því komið undir geðþótta- ákvörðun stjórnar Landhelgis- gæslunnar hvernig þessum málum skuli háttaö. Samt segir í reglugerðinni að siglinga- málastjóri eigi að ákveða, í samráði við Póst og síma, hvaða flokki skipa þau skip sem ekki eru sérstaklega til- greind í reglugerðinni tilheyri, en það hefur aldrei verið gert hvað varðar varðskipin. Ég held því fram að næg verkefni séu fyrir loftskeytamenn á varðskipunum í viðhaldi tækja og almennri hlustvörslu á neyðarbylgjum, ekki hvað síst eftir að loftskeytamenn voru teknir af togurunum, en við brottför þeirra hefur hlustvarsl- an minnkað mikið. Þá tel ég að þegar leit og björgun stendur yfir hafi allir um borð næg verk- efni þótt ekki sé verið að bæta fjarskiptaþjónustunni ofan á önnur verk stýrimanna þegar mest á reynir. Þá hefur loftskeytamönnum fækkað á farskipum, bæði vegna fækkunar skipa sem eru yfir 1600 brl. og einnig vegna undanþága er Samgönguráðu- neytið hefur veitt t.d. Saltnesi og Selnesi. Nú sækir Eim- skipafélag íslands á um að fá undanþágur fyrir Álafoss og Eyrarfoss með því að setja gervihnattafjarskiptatæki og Navtex um borð eins og Nes- skip fékk sínar undanþágur út á. Á næsta áratug munu verða miklar breytingar á sviði fjar- skipta, ef j3ær tillögur sem Al- þjóðasiglingamálastofnunin hefur lagt fram verða sam- þykktar á næsta ári. í þeim tillögum er gert ráð fyrir að tækjabúnaður hvers skips fari eftir siglingasvæði þess og þeirri þjónustu sem strandar- stöðvar á hverjum stað veita og er þessu skipt í 4 flokka: Svæði A1: innan örbylgju- svæðis strandarstöðva (20-30 sml) Svæði A2: innan miðbylgju- svæðis strandarstöðva (100 sml) Svæði A3: á milli 70N og 70S í gegnum gervihnattasamband eða á stuttbylgju Svæði A4: þau svæði sem eftir eru, eða fyrir norðan 70N og sunnan 70S og yrði þá notuð stuttbylgja Til að framfylgja þessu sé ég ekki fram á annað, en að skiþ muni fá mismunandi haffærnis- skírteini, eftir því hver tækja- búnaður þeirra er og þar með farsvið. Rétt er aö taka fram að þessar reglur eru fyrir öll farþega- og farskip yfir 300 brl. að stærð, og munu eiga aö taka gildi á tíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.