Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 78

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Page 78
33. þing . . . FÉLAGSMÁL Reynir Traustason á Flateyri flutti þessa ádrepu á þinginu. / mínum huga hefur kvótinn brugðist í öllum meginatriðum, hann hefur ekki virkað sem afla- stýring og þá ekki sem friðun. 78 VÍKINGUR Skora skriflega á sjálfa sig Herra forseti, góðir þingfull- trúar. Við Vestfirðingar erum kunnir af andstöðu okkar við kvótann iilræmda, og er ég þar engin undantekning á. Þetta þýðir þó ekki eins og látið hefur verið í veðri vaka að við séum al- mennt á móti fiskveiðistjórnun, heldur er ástæðan sú að menn hafa óttast að kvótanum verði ekki og sé ekki beitt af sann- girni, og er slíkt reyndar komið á daginn, þar sem hlutdeild Vestfirðinga hefur minnkað úr 17,8% í 14% 1987, en þærtölur miðast við 31. október 1987, samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands. Þetta þýðir einfaldlega að það vantar í þorskafla Vestfirðinga í ár 15.000 tonn eða afla 9 sóknar- markstogara til að fyrri hlut- deild haldist. Þetta væri kannski ekki mikið mál ef hlut- deild okkar Vestfirðinga í öðr- um veiðum væri á þann veg að tæki af mesta skellinn, en því er ekki að heilsa og má þar nefna að loðnukvóta eigum við eng- an, síldarkvóta ekki heldur og að sjálfsögðu engan humar, vegna landfræðilegra legu þeirra fiskimiða. Síðast en ekki síst virðist hlutdeild Vestfirð- inga í úthafsrækjukvóta fram- tíðarinnar ætla að verða rýr. Með öðrum orðum, þorskur ber uppi atvinnulíf á Vestfjörð- um og í Ijósi þess fæ ég ekki betur séð en verið sé að setja kvótann til höfuðs vestfirskri byggð, sem átti þó nógu erfitt uppdráttarfyrireinsog öllumer kunnugt. Kvótinn varð til í skugga hinnar svokölluðu „svörtu skýrslu" fiskifræðinga vorra, sem greindi frá fyrirsjáanlegu hruni þorskstofnsins. Það var aldrei látið í Ijós né gef- ið í skyn af stjórnvöldum þess tíma þegar þorskafli var skor- inn niður, annað en að þetta væri til friðunar og kvóti myndi síðar aukinn hjá einstökum skipum í sama hlutfalli og skor- ið var niður. Annað kom á dag- inn, sósíalismi andskotans tók sér bólfestu í kerfinu, topparnir voru skornir niður og hlutdeild annarra aukin, að sama skapi búið til eitthvert apparat sem heitir meðalkvóti og þeim sem byggt höfðu sínar veiðar á flestu öðru en þorski gefinn kostur á að þrefalda og jafnvel fjórfalda sína hlutdeild í þorsk- aflanum. Og enn er blásið til orrustu og skal nú herja út enn meiri þorsk fyrir suðursvæði. Fara þar í fylkingarbrjósti 32 þing- menn, veifandi skjali þar sem þeir skora skriflega á sjálfa sig að breyta lögum um kvóta. Ef þessir menn ná í gegn sínum áformum, þá er það valdníðsla, þar sem nú þegar er búið að kroppa út úr aflamarki vest- firsku togaranna 500-800 tonn af hverjum á ári og togararnir á Vestfjörðum veiða tæp 70% af þorskafla fjórðungsins. I mínum huga hefur kvótinn brugðist í öllum meginatriðum, hann hefur ekki virkað sem aflastýring og þá ekki sem frið- un. Hann býður upp á allskonar pot og pólitískar tilfæringar, sem leiðir eins og reynslan sýnir til mismununar á skipum og landshlutum. Að öllu samandregnu þykir mér einsýnt að ef svo illa vill til, eins og allt virðist benda til nú, aö kvóti sé kominn til að vera, þá eru tveir kostir í boði. Annar er landshlutakvóti, þar sem hverju kjördæmi fyrir sig er út- hlutað sanngjörnu hlutfalli af heildarafla og heimamenn sjálfir sjá um innbyrðis skipt- ingu á. Hinn kosturinn og sá verri er að gera uppskurð á nú- verandi kvótakerfi, þar sem leiðréttur verði hlutur þeirra sem mest hefur verið tekið af og tekið fullt tillit til landfræði- legrar legu að fiskimiðum Ár Hlutdeild Vestfirðinga í heildarþorksafla miðað við óslægðan fisk Heildarafli Afli Vestfirðina % af heild 1977 329.701 56.500 17,1% 1978 319.661 59.300 18,6% 1979 360.080 65.225 18,1% 1980 428.344 66.602 15,5% 1981 460.579 65.652 14,3% 1982 382.297 56.700 14,8% 1983 293.890 48.200 16,4% 1984 281.481 50.217 17,8% 1985 322.810 51.092 15,8% 1986 365.859 56.223 15,3% 1987/31.10 336.131 47.087 14,0%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.