Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 80

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 80
Nokkrar samþykktir þingsins 80 VÍKINGUR 33. þing . . . FÉLAGSMÁL 33. þing FFSÍ. . . . . . skorar á stjórnvöld að nú þegar verði ráðist í kaup á stórri og fullkominni björg- unarþyrlu, sem beri a.m.k. 24 menn og sé búin afísingar- tækjum. . . . fer þess á leit við Sigl- ingamálastofnun að stöðug- leikagögn íslenskra skipa verði gerð skipstjórnar- mönnum aðgengilegri en nú er, meðal annars með því að gert sé að skilyrði að þau og önnur skipsskjöl séu á ís- lenskri tungu. Greinagerð. Tillaga þessi er fram komin vegna þeirrar staðreyndar að stöðugleikagögn eru víða mjög óaðgengileg eða vant- ar alveg um borð. Mikilvægi þess að umrædd gögn séu fyrir hendi og skipstjórnar- menn geti notað þau getur skilið á milli lífs og dauða fyrir áhöfnina. . . . skorar á stjórnvöld að slysavarnaskóla sjómanna verði tryggður rekstrar- grundvöllur, og honum skip- aður sá sess innan skóla- kerfisins sem honum ber. . . . átelur harðlega þá þróun sem orðið hefur á rekstri Landhelgisgæslunnar á undanförnum árum. Skorað er á stjórn sambandsins að beita sér fyrir að vekja gæsl- una af þeim doða sem þar virðist ríkja. Úthald skipanna aukið og áhafnir þeirra þjálf- aðar svo þær verði hæfar til að annast þau verkefni, sem lög mæla fyrir um. . . . beinir þeirri áskorun til félagsmanna sinna að þeir, við störf sín um borð, losi ekki í hafið úrgang, sorp eða önnur þau efni er mengun geta valdið. . . .skorarástjórnvöldaðsjá til þess að loftskeytamenn verði áfram á varðskipum ríkisins, þau verði ennfremur búin þeim tækjakosti og mannafla, sem þarf til þess að varðskipin geti sinnt þeim verkefnum sem krafist er af þeim. . . . beinir því til stjórnar sambandsins að hún beiti sér fyrir því með fullum þunga að áfram verði unnið að útgáfu fiskikorta af mið- unum kringum ísland og get- ið er um í staflið j) bls. 83 í skýrslu stjórnar. . . . fagnar árangrinum sem náðst hefur í baráttunni gegn veitingu undanþága til skip- og vélstjórnar. Þingið hvetur til áframhaldandi árvekni og sóknar á þeirri braut sem mörkuð hefur verið. Jafnframt hvetur þingið stjórn sambandsins að beita öllum tiltækum ráðum með áróðri og fræðslu til okkar eigin félaga að þeir láti ekki úr höfn með ófullkomna eða ógilda skipshafnarskrá. . . .beinirþvítilstjórnarFFSÍ að hefja viðræður við Menntamálaráðuneytið um endurreisn nefndar sem fjall- aði um menntun loftskeyta- manna, sem stöðvuð var 1. nóv. 1983. Og hefji hún þegar störf að nýju með það að markmiði að menntun loft- skeytamanna í landinu hefj- ist sem fyrst. . . . felur stjórn FFSÍ að hefja nú þegar athugun á hvort tímabært sé að sambandið hefji útgáfu fréttabréfs sem sent verði öllum félags- mönnum innan sambands- ins. Leiði athugun í Ijós að þörf og áhugi sé á slíkri útgáfu er stjórninni falið að hrinda henni úr vör. . . . heimilar stjórn FFSÍ að leita eftir samstarfi við hags- munasamtök sjávarútvegs og siglinga um útgáfu Sjó- mannablaðsins Víkings, í þeim tilgangi að efla útgáfu þess og til þess að blaðið verði traustur og virtur málsvari þeirra stétta sem sjávarútveg og siglingar stunda. . . .mælisttilaðtekinverðitil endurskoðunar ieiga skipa sem mönnuð eru útlending- um og eru í þjónustu ís- lenskra útgerða. Þingið ítrekar fyrri sam- þykktir sínar um að skip á vegum íslendinga sem eru í föstum siglingum skuli vera mönnuð íslendingum. Þingið felur framkvæmda- stjórn sambandsins að gera viðkomandi ráðherrum grein fyrir stöðu þessa máls þar sem sérstök áhersla verði lögð á að íslenskum far- mönnum verði tryggð störf á þessum vettvangi. . . . fagnar framkomnu frum- varpi til laga um starfsemi líf- eyrissjóða frá 29. maí 1987. Eftir stendur vandi þeirra manna sem eiga lífeyrisrétt- indi sín tryggð í lífeyrissjóð- um sem geta ekki staðið við skuldbindingar sína. Þingið skorar á stjórnvöld að leita alfra tiltækra leiða til þess að tryggja réttindi þessara manna í samræmi við gild- andi reglugerðir sjóðanna. Jafnframt felur þingið fulltrú- um sínum í stjórn Lífeyris- sjóðs sjómanna að gæta hagsmuna þeirra félags- manna sem æskja færslu á réttindum sínum í Lífeyris- sjóð sjómanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.