Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 98

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Síða 98
Tónlist Hcroéni'l Andrea Jónsdóttir 98 VÍKINGUR Hið sínýstárlega sukk Reykjavíkur Skúladóttur fógeta hinnar móðurlausu. Ég verö alltaf dálítið ein- kennilegri eftir langvarandi skammt af Megasi, og kannski veldur lofthræðsla mín því að Loftmynd hans verkar jafnvel enn frekar þann veg á mig en aðrir titlar hans hafa gert — veldur þannig tilfinningasvima að erfitt er að átta sig á hvort mann langar í glas eða hvort maður á að slást í hóp Megasar o.fl. sem hafa lagt það fræga glas á hilluna . . . Megasi tekst nefnilega að draga fram, án þess að segja það berum orð- um, tvær öndverðar hliðar sukksins: þegar sakleysið læt- ur heillast af borgarljósunum og öllum þeim spennandi og hættulega skemmtilegu meðölum sem þar eru notuð til að öðlast sælustundir, sem verða þó æ skammvinnari eftir því sem stærri skammtar eru teknir. . . og svo er hins vegar Ijótleikinn við líf sukkarans, sem hefur að baki sakleysis- tímabiliö og lætur Ijótleikann, sem hann hefur orðiö fyrir og smitast af, bitna miskunnar- laust á börnum konunnar sem hann leggur net fyrir í Glæsibæ með þeim árangri að hann sest upp hjá henni og býöur þangað í ofanálag til vetursetu „vinum“ af Hlemmi. Og enn á ný tekst Megasi að tvinna saman á plötu fortíð og nútíð, eins og tíminn sé ekki til (sem er líklega rétt niðurstaða) . . . Sögubrot af Skúla fógeta, Innréttingunum og fransós renna eðlilega saman við sögu bóndasonarins, sem missirátt- ir í villuljósum borgarinnar og hefur upp úr krafsinsu pestina, nýjustu drepsótt mannkyns — „aids“. Lagið um þann síðar- nefnda finnst mér reyndar það fallegasta á plötunni og textinn alveg skolli vel geröur og með þeim hlýlegri frá Megasi, sem oftastnær grípur til kaldhæðn- innar. Þó er hann persónulegri miklum í ástarljóðinu til fílahirð- isins frá Súrim — einlægasti kveðskapur sem ég man eftir frá Megasi, sem yfirleitt bregð- ur sér í allra kvikinda líki svo að erfitt er að henda reiður á pers- ónu hans sjálfs... ég hef meira að segja oft velt því fyrir mér hvort það einkennilega álit sem margur hefur á Megasi sem persónu sé ekki sprottið af þeim „vafasömu" en sann- verðugu persónum sem hann hefur leikið á plötunum sínum, svo vel aö fólk telur hann þar sjálfan lifandi kominn . . . En, sem sagt, hvort sem það er vel- líðan mín yfir að halda að ég hafí séð örlítið af tilfinninga- semi í Megasi eftir allt flóðið af kaldhæðnum og oft kaldrana- legum kveðskap, reyndar alltaf verulega snjöllum, þá held ég bara að ég taki svo stórt upp í mig að segja aö þetta sé besta plata Megasar til þessa, a.m.k. hvað það varðar, að maður hlustar á hana í heild, frá upp- hafi til enda, í Ijúfri ánægju. Ég var að tala um hvað Meg- as sameinar vel fortíð og nútíð og sakleysi og spillingu og langar til að nefna annað sem undirstrikar þetta enn frekar, hvort sem það var nú ætlun hans eða ekki — það eru skemmtilegar raddir systranna Bjarkar og Ingu Guðmunds- dætra á bak við drafandi rödd skáldsins (sem ber þann titil reyndar með meiri sóma en margur og vel það sem gefur kveðskap sinn út á sérstökum bókum). P.S.: Ég veit ekki hvort ég á að fara að tíunda undirleikinn .. Ég var búinn að heyra sögur um að hvert hljóðfæri hefði verið tekið upp út af fyrir sig og sumir voru því svartsýnir á út- komuna, hræddir um að hún yrði vélræn . . . Það er þó ööru nær og upptökumeistarinn Brian Pugsley, „þriðja eyrað" Guðlaugur Óttarsson gítarleik- ari og Megas hafa svo í pottinn búið að ágætir hljóðfæraleikar- ar blandast vel saman — og notalega hljómar í mín eyru orgelleikur Kalla Sighvats, trommur Sigtryggs Baldurs- sonar og bassi Halla Þorsteins (örlítið í ætt við Pál nokkurn, enda Halli bítlavinur besti). Og fleiri mætti telja, en kaupið bara plötuna og lesið sjálf á umslag- ið, og svo auðvitað textablaðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.