Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 109

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1987, Blaðsíða 109
if kallinn? önnur skip, festur, fisktorfur og fleira í þeim dúr. Ef skipstjórn- andi óskar þess síðan þá getur hann aðskilið þessar upplýs- ingar auðveldlega með því að skipta um skjámyndir. Reyndar er sumt af þessu hægt í ein- staka tækjum en það vantar staðla fyrir samskipti. Fulltrúi framleiðanda Hvað segir fulltrúi framleið- anda tækjanna? Trausti Rík- harðsson hjá R. Sigmundssyni hf.: „Næsta skref verður eflaust móðurtölva sem stýrir þessum sérhæfðu tækjum og safnar upplýsingum frá þeim saman og sýnir þær í myndrænu og riðuðu formi á einum skjá. Vegna öryggis verður kerfið tvöfaltog einhverjar ráðstafanir gerðar til þess að missa ekki út upplýsingar. Eitt vandamál sem við okkur blasir er hins vegar skortur á stöðlum en þeir eru þó að einhverju leyti komn- ir. Þarmánefnat.d. NMEA sem er staðall fyrir samskipti milli tækja. Þessir staðlar munu koma hægt og bítandi og flestir framleiðendur munu notast við staðla þegar fram í sækir. Við skulum hins vegar ekki gleyma því aö skipstjórnandinn verður að geta greint kjarnann frá hisminu. Við megum ekki troða of miklum upplýsingum saman þannig að við missum sjónar af aðalatriöunum. Hvenær svona kerfi kemur hins vegar er erfitt að segja til um. Við getum gisk- að á 5-10 ár en það verður ör- ugglega ekki fyrr en menn verða tilbúnir að borga fyrir það“. í dag eru tölvur fyrst og fremst notaðar til að vinna upplýsingar og skila þeim í skiljanlegu formi enda er oft talað um tölvutækn- ina sem upplýsingatæknina. Gagnabankar hafa því mikið verið notaðir en í gagnabanka er upplýsingum safnað saman á einn stað og einhver aðferð notuð til að auðvelt sé að nálg- ast þær. Útgerðarráðgjafinn Á vegum Háskóla íslands, Granda hf., Félags íslenskra iðnrekenda, Iðntæknistofnunar og Rannsóknarsjóðs rann- sóknarráös er verið að þróa tölvukerfi til nota í fiskiskipum. Það nefnist Útgerðarráðgjaf- inn. Þetta kerfi greinist í þrjá hluta. Sá fyrsti er gagnabanki. Þar getur skipstjórinn geymt ýmsar upplýsingar, svo sem um aflamagn, veiðarfæra- kostnað, hitastig sjávar, hita- stig lofts, festur, dagsetningar, veður og fleira. Kerfið reiknar sjálft út meðalafla, olíueyðslu/ sjómílu miðað við mismunandi hraða og hleðslu og fleira í þessum dúr. Allar þessar upp- lýsingar koma skipstjóranum að gagni þegar næst er veitt á sömu miðum. Annar hluti kerf- isins fæst við kostnaðarút- reikninga en þar eru mismun- andi kostir bornir saman. Sem dæmi má taka: skip er statt á Halamiðum, lofthiti er 8 gráður, sjávarhiti 2 gráður. Er þá ráð- legt að sigla eitthvað annað og þá hvert eða er réttara að kasta hérna í von um einhvern feng? Inn í dæmið eru tekin fiskimið, fisktegundir, söluhöfn, hraði skipsins, fiskverð á ýmsum mörkuðum, aflamagn og fleiri þættir. Auk þess sem tölvan nýtir sér upplýsingar sem skip- stjórinn hefur sankað að sér í gagnabankann. Kerfið skilar svo þeim möguleika sem gefur mestan hagnaö. Þriðji hluti kerfisins er siglingarleiðsögn. Þar eru tölvunni gefnir leið- sögupunktar og hún markar þá leiðina á myndrænu formi líkt og plotterar hafa gert. Allir þessir þrír þættir geta auðveld- lega unniö saman og skilað upplýsingum í myndrænu formi sem og í rituðu orði á sömu skjámyndina enda er skjánum skipt milli mynda og texta. Á myndunum sjáum við ísland, feril skipsins, festur, höl og stærð þeirra, táknað með mis- stórum hringum og mismun- andi litum eftir fisktegundum, sem dæmi: grænn fyrir þorsk, rauður fyrir karfa o.s.frv.. Kristján Jónasson, verkefna- stjóri við gerð Útgerðarráðgjaf- ans: „Margar upplýsingar koma sjálfkrafa inn í kerfið, svo sem upplýsingar frá LoranC staðsetningartæki, sjávarhita- mæli og olíueyðslumæli. Það verður hins vegar erfitt að tengja kerfið við önnur tæki sem er samt sem áður ekki úti- lokað en krefst mikillar vinnu. Hins vegar er það óskandi að íslensk fyrirtæki taki það að sér að þróa Útgerðarráðgjafann áfram og gera hann fullkomnari með- al annars með því að tengja hann við fleiri tæki. Svarta bók- in heyrir þá sögunni til. Hún fer inn í tölvukerfið. Ég veit það líka fullvel að þeir eru ófúsir að hleypa öðrum en sjálfum sér í þessar upplýsingar. Auk þess má kostnaðurinn helst ekki fara yfir eina milljón króna og þar er tölvan meðtalin". Útgerðarráð- gjafann á að reyna á Granda- togaranum Ásbirni RE nú í byrj- un desember og gaman verður að sjá hvernig hann reynist. Trúarbrögð og tækni Mörg hugbúnaðarhús á ís- landi hafa unnið fyrir fiskvinnsl- una og skrifað fyrir þau fjöl- mörg kerfi. Ég leitaði eftir þeirra sjónarmiði. Gísli Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Rekstrartækni hf.: „Það kemur til greina að færa ýmis kerfi sem við höfum gert fyrir vinnsluna í landi yfir á fiskiskipin þegar tölvuvæðing þeirra eykst og vinnslan hefur Næsta skref verður eflaust móðurtölva sem stýrir þessu sérhæfðu tækjum og safnar upplýsingum frá þeim saman. Skip er statt á Halamiðum, lofthiti er 8 gráður, sjávarhiti 2 gráður. Er þá ráðlegt að sigla eitthvað annað og þá hvert eða er réttara að kasta hérna í von um einhvern feng? VÍKINGUR 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.