Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 24
Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir blaðamaður 24 VÍKINGUR BLITT OG LÉTT SJOMENN ERU ÞAKKLÁTIR HLUSTENDUR „Blítt og létt...“ nefnist þáttur sem er á dagskrá Rásar 2 fimm daga vikunnar og flestir sjó- menn kannast eflaust við. Þessir sömu sjómenn þekkja þá líka rödd Gyðu Drafnar Tryggvadóttur, stjórnanda þáttarins. Vegna mikilla vin- sælda þessa þáttar ákvað Vík- ingurinn að forvitnast aðeins um Gyðu Dröfn og þáttinn sem hún stjórnar. — Ég er úr Kópavogi, fædd þar og uppalin. Faðir minn heit- ir Tryggvi Benediktsson og er járnsmiður og mamma mín hét Sigríður Kjartansdóttir, hún dó fyrir einu ári. Ég gekk í barna- og grunnskólann hér í Kópa- vogi og fór síðan í Menntaskól- ann við Hamrahlíð sem ég klár- aði 1984. Ég fór svo í Háskól- ann þá um haustið og á eftir nokkrar einingar þar. — Útvarpsferill Gyðu Drafnar hófst á Stjörnunni 1987. Hvernig kom það tii að þú fórst að vinna þar? — Mig vantaði vinnu og lang- aði til að vinna við fjölmiðla, svo ég labbaði bara þarna inn. Ég vissi ekki einu sinni hvað út- varpsstöðin hét! Ég spurði eftir útvarpstjóranum, settist inn til hans og sagði honum að mig langaði að vinna á útvarpsstöð. Það var úr að ég fékk vinnuna og byrjaði að lesa auglýsingar og aðstoða þá sem voru í dag- skrárgerð. Ég byrjaöi ekki strax með þætti sjálf. — Hvernig líkaði þér svo að vinna á útvarpi? — Mér líkaði mjög vel. Ann- ars hefði ég ekki verið að þessu! Ég hætti á Stjörnunni í janúar ’89 og var þá í skólan- um, en byrjaði á Rás 2 í júní. Ólafur Þórðarson, fulltrúi léttrar tónlistar á Rás 2, var búinn að ganga með þessa hugmynd um sjómannaþátt í maganum lengi, og þegar ég fór til hans og spurði hvort hann hefði ein- hverja vinnu handa mér, var ákveðið að ég tæki að mér þennan þátt. Mér leist vel á þessa hug- mynd þótt ég hefði enga reynslu eða þekkingu á sjó- mennsku. Þetta var að vísu nokkuð erfitt fyrst þegar þætt- irnir voru á nóttunni, því þá fór ég í vinnuna um miðnætti þegar hinir í fjölskyldunni voru að fara að sofa. Þetta er þess vegna miklu betra núna þegar þættirnir eru eftir kvöldfréttir. — Varstu með einhverjar hugmyndir um hvernig þú vildir hafa þáttinn í byrjun? — Nei, ég prófaöi mig bara áfram. Ég ákvað að færa sjó- mönnum fréttir úr blöðunum og leika þægilega og góða tónlist. Svo ákvað ég að biðja sjómenn að hringja inn og viðbrögðin voru svo góð að síminn hrein- lega logaði og gerir enn. Núna undirbý ég mig þannig að ég byrja á að líta í öll blöðin og athuga hvort eitthvað sé þar sem tengist sjómönnum. Eöa þá að ég finn eitthvað sem tengist sjómennsku ekki neitt, eitthvað sem mér f innst sniðugt eða fróðlegt og tek það þá með. — Er einhver munur á að hafa sjómenn sem hlustend- ur heldur en aðra? — Það er kannski ekki komin mikil reynsla á það, en ég get hins vegar sagt að sjómenn eru mjög þakklátir hlustendur. Það er mjög gaman að vinna fyrir þá. Stundum finnst mér ég vera að gera mjög lítið, en þeir eru þakklátir fyrir allt sem maður gerir. Þeir hringja inn og bara spjalla um hvar þeir eru að veiöum, hvernig hefur gengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.