Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 37
Hcr oá nú Skoðun mín HVAÐAN ÞAU KOMA Isíðasta tölublaði Víkingsins birtist grein, sem ber heitið „Að slá sér upp“ og merkt er Félagi áhugamanna um örygg- ismál sjómanna í Vestmanna- eyjum, sem er einhver ótil- greindur hópur manna. Er grein þessi samin í tilefni af er- indi, sem undirritaður flutti á þingi FFSÍ 1989, þegar fjallað var þar um öryggismál sjó- manna. í formála greinarinnar segja þessir áhugamenn, að þeir muni ræða þessi mál tæþi- tungulaust, á sama hátt og ég hafi hvatt menn til að gera, þegar öryggismál sjómanna ber á góma. Fagna ég því að sjálfsögðu, að þeir vilji ræða þessi mál beint út, en harma að sama skapi, að þeir skuli ekki hafa fundið hjá sér hvöt til að fjalla málefnalega um alla þætti erindis míns, sem ég sendi ein- um þeirra, Sigmari Þór Svein- björnssyni, að sérstakri beiðni hans. Tel ég það grundvallarat- riði, að menn hafi rétt eftir, þótt þeir séu á öndverðum meiði. í grein áhugamanna er oft tekið orðrétt upp úr erindi mín- um sem gæti gefið þá vísbend- ingu, að um vandaðan mál- flutning sé að ræða af þeirra hálfu, þar sem þeir hafi erindið fyrir framan sig. Svo er þó ekki alltaf, þegar þeir hafa eftir mér. í erindi mínu sagði ég m.a.: „Ekki er ástæða til þess hér eða tími til að tíunda allan þann björgunar og öryggisbúnað, sem lögfestur hefur verið á undanförnum árum. Þetta þekkja allir þeir, sem nálægt þessum málum hafa komið. Vil ég í þessu sambandi fullyrða að útgerðarmenn, sem margir hverjir eru fyrrverandi skip- stjórnarmenn, hafa ekki taliö krónurnar, sem nýr og aukinn öryggisbúnaður hefur kostað. Ég held, að í dag séu menn yfirleitt sammála um það, að það sé ekki skortur á björgun- ar- og öryggisbúnaði um borð í fiskiskipum sem sé vandamál- ið, þegar fjallað er um slys á sjómönnum. Þvert á móti hafi nóg verið að gert í þessum efn- um, þótt alltaf megi gera betur og aldrei verði látið staðar numið. Þrátt fyrir þennan aukna björgunar- og öryggisbúnað, þá er það staðreynd, þótt menn gjarnan kysu annað, að slysum á sjó fækkar ekki að neinu marki, þrátt fyrir þetta. Því mið- ur.“ í grein áhugamanna segir um þennan þátt í erindi mínu: „En við erum ósammála hon- um um að hætta eigi að setja ný öryggistæki um borð í skip- in, því nóg sé komið af þeim, eins og hann segir.“ Eins og glögglega kemur fram í erindi mínu, þá er ekki verið að tala um að hætta að setja ný öryggistæki um borð í skip. Á það er bent, að alltaf megi gera betur í þeim efnum og aldrei verði látið staðar numið. Á hinn bóginn er minnt á þá staðreynd, að mörg ný björgunar- og öryggistæki hafa verið sett um borð í skip á und- anförnum árum, án þess að það hafi dregið úr slysatíðni, svo séð verði. Þar af leiðandi hljóti orsakanna að vera að leita annars staðar og þá fyrst og fremst í hinn mannlega þátt. Mannleg mistök í erindi mínu segi ég m.a. um þetta atriði, að margir sjómenn hefðu áður fyrr á árum tekið það óstinnt upp, ef því var hald- iö fram, að slys mætti rekja til gáleysis eða kæruleysis við- komandi sjómanna. Þá væri það óumflýjanleg staðreynd að um 80 -90% allra slysa á sjó mætti rekja til mannlegra mis- taka á sama hátt og hjá öðrum starfsstéttum. Þessa tölu 80 - 90% notaði ég, en ekki töluna 90 - 95%, eins og margir hverjir aðilar, innlendir sem erlendir, hafa notað. Það breytir engu, þar Jónas Haraldsson fulltrúi hjá LÍÚ Þrátt fyrir þennan aukna björgunar og öryggisbúnað, þá erþað staðreynd, þótt menn gjarnan kysu annað, að slysum á sjó fækkar ekki að neinu marki. VÍKINGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.